Frétt

mbl.is | 15.03.2006 | 10:10Skorar Fowler á ný gegn Fulham?

Robbie Fowler.
Robbie Fowler.
Fyrir tæpum 13 árum sló 18 ára táningur í gegn í leik með Liverpool gegn Fulham í ensku deildabikarkeppninni. Hann heitir Robbie Fowler og varð hetja á Anfield á augabragði með því að skora öll fimm mörk Liverpool í sigri, 5:0. Í kvöld mætast Liverpool og Fulham í úrvalsdeildinni og Fowler er á ný í röðum Liverpool, kominn þangað aftur eftir fimm ára fjarveru, en á ennþá eftir að skora löglegt mark fyrir liðið eftir endurkomuna. Fowler kveðst ekki vera mikið fyrir það að dvelja í fortíðinni en það sé ekki hægt að komast hjá því að rifja upp fimm marka leikinn.

Sóknarmenn Liverpool eru mjög í sviðsljósinu þessa dagana, þar sem þeir hafa samanlagt aðeins skorað eitt mark frá áramótum. Fernando Morientes skoraði síðast fyrir 1.026 leikmínútum síðan, Peter Crouch hefur skorað eitt mark á 976 mínútum og Djibril Cisse hefur ekki skorað í 676 mínútur. Fowler hefur sjálfur spilað í 397 mínútur frá því hann kom svo óvænt aftur í raðir félagsins í lok janúar, en hefur reyndar aðeins spilað einn heilan leik.

Fowler er á samningi út þetta tímabil og því er nokkur pressa á honum að sýna sig og sanna og fara að skora mörkin sem dyggir stuðningsmenn hans bíða svo spenntir eftir.

„Þessi leikur kallar fram ótrúlegar endurminningar. Ég er ekki gjarn á að lifa í fortíðinni, en ég veit að margir rifja upp mörkin fimm í tengslum við þennan leik. Þetta var ótrúlegt kvöld og ég trúi varla enn að þetta hafi gerst. Að skora fimm mörk í fyrsta heimaleiknum er eitthvað sem gerist bara í ævintýrum. Og það fyndna er að ég hefði getað skorað fleiri mörk. Ég man að þegar ég kom inn í búningsklefann eftir leikinn sagði þjálfarinn, Ronnie Moran, við mig að ég hefði getað skorað 8 mörk ef ég hefði verið yfirvegaðri. En þetta var frábær byrjun og fjölmargir stuðningsmenn Liverpool vilja enn ræða við mig um þennan leik," sagði Fowler.

Hann kveðst ekki hafa sérlega miklar áhyggjur af markaleysinu. „Mér þykir vissulega leitt að hafa ekki náð að endurgjalda knattspyrnustjóranum og stuðningsmönnum okkar traustið með því að skora mörk, því ég hef notið gífurlegs stuðnings. Ég hef þetta í mér, er öruggur með sjálfan mig og veit að mörkin koma um leið og réttu færin gefast - og ef aðstoðardómararnir vinna sína vinnu," sagði Fowler, en hann hefur þegar skorað þrjú mörk fyrir Liverpool sem öll hafa verið dæmd af.

„Það hefur verið mikil umræða um þetta markaleysi, en það er ekki rétt að einblína á sóknarmennina. Við erum í þessu sem lið og það er ábyrgð liðsins í heild að skora mörk. Það þýðir ekkert að vera að skjóta á ákveðna einstaklinga, það gerir enginn sér leik að því að hitta ekki markið. Ég hef verið lengi í fótboltanum og veit að svona kaflar koma og að þeim muni ljúka. Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn í okkar liði og það er fáránlegt að tala um einhverja krísu hjá okkur. Ég er viss um að við hefðum unnið Arsenal á Highbury ef Alonso hefði ekki verið rekinn af velli fyrir engar sakir. Aðalmálið er að við höfum skapað okkur fullt af marktækifærum og það getur ekki liðið langur tími þar til við förum að nýta þau. Ef aðstoðardómararnir hefðu ekki dæmt af mér tvö mörk, sem ég tel að hafi verið löglega skoruð, væri staða okkar allt önnur.

Nú spilum við gegn Fulham og fólk mun því fylgjast sérstaklega með mér og það er í góðu lagi. Þetta rifjar upp frábærar minningar og ég vona bara að Tony Warner verði í marki Fulham, því við lékum saman í unglingaliðum Liverpool og erum enn góðir vinir. Vonandi er honum sama þó hann eigi slæman leik í kvöld," sagði Robbie Fowler.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli