Frétt

Leiðari 11. tbl. 2006 | 15.03.2006 | 09:24Engu gleymt og ekkert lært

Óvíst er að meirihluti Ísfirðinga sýti þá ákvörðun stjórnvalda að fresta gerð varnargarðs fyrir Holtahverfið. Langt í frá var að samstaða væri meðal bæjarbúa um nauðsyn hans. Hvað sem því líður höfðu þar til bærir tekið þessa ákvörðun á grundvelli öryggis fyrir íbúa Holtahverfisins. Frestun gerðar varnargarðsins er í senn brosleg og grafalvarleg. Brosleg fyrir þær sakir að á sama tíma og ástæðan fyrir frestun 500 milljón króna framkvæmdar á Ísafirði er sögð þensla í þjóðfélaginu er verið að skrifa upp á framkvæmdir sem nema hundruðum milljarða króna í borgríkisamtinu sem nú virðist orðið ná frá Akranesi til Selfoss. Það sorglega við þetta er að um leið og ráðamenn taka að svitna yfir ástandinu í þjóðfélaginu skuli þeir aldrei sjá aðra leið út úr vandanum en að setja framkvæmdir utan borgarmúranna á klakann. Greinilegt er að í þessum efnum hafa ráðamenn engu gleymt og ekkert lært.

Landslag yrði lítils virði...

Skipulagsstofnun hefur lagst gegn tillögu Vegagerðarinnar um nýlagningu vegar frá Bjarkarlundi að Eyri í Kollafirði með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar; leið, sem íbúarnir á suðurfjörðunum kjósa öðrum fremur þar sem hún hefur ,,algera yfirburði yfir aðra valkosti hvað varðar umferðaröryggi, greiðfærni, styttingu vegar og ferðatíma“ eins og segir í ályktun samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálkafjarðarhrepps af þessu tilefni. Fer ekki á milli mála að með úrskurðinum eru hagsmunir heimamanna og framtíð byggðanna fyrir borð bornir að mati heimamanna.

Skipulagsstofnun hefur áhyggjur af fuglalífi í fjörðum vestra. Hafa menn gleymt upphrópunum um hættuna sem fuglalífi átti að stafa af þverun Gilsfjarðar á sínum tíma? Var ekki nóg komið af vitleysunni? Og, hvað mælir gegn því að vegur liggi í gegnum skóg? Hafa Hallormstaða- og Vaglaskógur beðið skaða af bílaumferð? Fengju ekki fleiri notið Teigaskógar ef vegur lagi þar í gegn?

Á sama tíma og við umturnum hálendinu er fráleitt að staðið sé í vegi fyrir því að íbúar suðurfjarða Vestfjarða fái viðunandi vegi vegna þess að ,,kerfið“ ber fyrir sig á áratuga gamlar reglugerðir frá þeim tíma er viðhorf manna til ferðalaga tóku mið af getu þarfasta þjónsins til dagleiða.

Vonandi ber umhverfisráðherra gæfu til að gæta hagsmuna íbúanna. Með því væri engan veginn verið að segja að ekki beri að taka tillit til náttúruverndar. Það ber að gera sem frekast er kostur. En eins og skáldið sagði að ,,landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“ þá yrði náttúran ekki mikils virði ef ekkert væri mannlífið til að njóta hennar.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli