Frétt

| 08.12.2001 | 17:51Rétt(leysi) samkynhneigðra

Í sumum löndum er fólk líflátið fyrir samkynhneigð. Við í hinu „réttláta“ vestræna samfélagi hneykslumst og skiljum ómögulega hvernig kynhneigð getur þótt glæpsamleg og þótt sumir beri fordóma gagnvart þeim er hinsegin teljast þá er meginþorri manna á þeirri skoðun að ekki beri að mismuna fólki fyrir það sem gerist innan veggja svefnherbergisins.
Gifting?
Stundum eru lögin undarleg og erfitt að skilja hvað vakir fyrir fólki við samningu þeirra. Af hverju mega samkynhneigðir til að mynda ekki gifta sig á Íslandi? Ef við undanskilum kirkjuna og hennar fordóma þá eru margir sem kjósa að gifta sig borgaralega en það er líka bannað. Alþingi var nú reyndar svo örlátt um daginn að leyfa samkynhneigðum að búa í staðfestri sambúð. Af hverju ekki að ganga alla leið og heimila giftingu? Hvaða rök (leysa) getur mögulega legið þar að baki?

Fjölskyldulíf?
Annað dæmi um mismunun eftir kynhneigð eru möguleikar samkynhneigðra á ættleiðingu barna og réttur lesbía til að fara í gervifrjóvgun. Þegar þessi umræða kemur upp spretta fram öfgamenn úr hverju skoti og fylla síður Morgunblaðsins með óstaðhæfðu bulli, vitna gjarnan í Gamla testamentið eða aðra fordómafulla bullukolla. Ef einhverjir þessara öfgamanna hefðu fyrir því að kynna sér vísindalegar rannsóknir á börnum sem alin hafa verið upp hjá samkynhneigðum pörum kæmust þeir að þveröfugri niðurstöðu. Rannsóknir sýna nefnilega engan marktækan mun á börnum samkynhneigðra og gagnkynhneigðra para - nema þann að börn samkynhneigðra eru víðsýnni. Ímyndið ykkur heim fullan af víðsýnu fólki, það getur ekki verið gott...

Nýlega var samkynhneigðum heimiluð svokölluð stjúpættleiðing, það er að samkynhneigðir mega ættleiða börn maka sinna. Það er vissulega góður árangur en betur má ef duga skal. Það eru margir þættir sem gera fólk að góðum foreldrum en ég hef satt að segja aldrei talið frammistöðu í bólinu þar með. Andstæðingar ættleiðinga samkynhneigðra virðast óttast að börn smitist af þessu „óeðlilega“ lífsmynstri. Þeir átta sig ef til vill ekki á því að allir samkynhneigðir einstaklingar eru afsprengi gagnkynhneigðra sambanda og velflestir aldir upp í gagnkynhneigðu fjölskyldumynstri. „Smitleiðin“ er því víst eitthvað undarleg.

Önnur mótrök hljóma eitthvað á þá leið að samkynhneigðir séu afbrigðilegir kynferðislega og því líklegri til að misnota unga skjólstæðinga sína en aðrir. Þeir einstaklingar virðast þó gleyma einföldum staðreyndum eins og að í 95% tilfella þar sem börn eru kynferðislega misnotuð er árásaraðilinn gagnkynhneigður karlmaður.

Sættum okkur ekki við fordóma!
Fordómar munu alltaf eiga sér stað, þótt þeir séu breytilegir eftir tíma og aðstæðum. Það er miður falleg staðreynd en við getum þó reynt að sjá til þess að sjálft lagaumhverfið sem við treystum á sé byggt á staðreyndum og vísindalegum rökstuðningi en ekki fordómum og vanhugsuðum tilfinningarökum. Það þykja sjálfsögð mannréttindi að velja sér maka og stofna til fjölskyldulífs. Stór hluti Íslendinga býr ekki við þessi réttindi, mega ekki ganga í hjónaband og njóta þeirra réttinda sem því fylgir og mega ekki eignast börn. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slík mannréttindabrot, hvorki gagnvart sjálfum okkur né öðrum.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli