Frétt

| 08.12.2001 | 17:44Vinstri og hægri eru enn til

Eins og margir muna, þá eiga hugtökin vinstri og hægri í stjórnmálum upphaf sitt í frönsku byltingunni, þar sem fylgjendur breytinga, lýðræðis og jöfnuðar sátu til vinstri í þingsalnum, en fulltrúar íhaldsaflanna sátu til hægri. Af þessari fyrirmynd, varð sama upp á teningnum í mörgum Evrópulöndum, svo sem í Danmörku, þar sem frjálslynd borgaraöfl sem börðust fyrir lýðræði og þingræði tóku sér stöðu vinstra megin í þinginu, en einveldissinnar, konungssinnar og þjóðernisíhaldsmenn af öllum gerðum stilltu sér upp hægra megin. Af þessari hefð urðu til flokkar í Danmörku og Noregi sem nefnast Venstre. Þeir voru á nítjándu öldinni framsæknir flokkar sem sóttu fylgi sitt til sjálfstæðra bænda sem kröfðust aukinna pólitískra réttinda, og byggðu á félagshreyfingum eins og samvinnufélögum og lýðskólum. Þessir flokkar færðust síðar inn á miðjuna og oft langt til hægri á ás stjórnmálanna, þegar róttækari flokkar jafnaðarmanna og sósíalista komu fram til vinstri við þá. Þannig er Venstre í Danmörku, sem er einhverskonar systurflokkur Framsóknarflokksins, nú helsta vígi annarsvegar dreifbýlisins í Danmörku og hins vegar nýfrjálshyggjunnar. Þeir hafa nú náð því að verða stærsti flokkurinn í Danmörku og mynda stjórn með gamla hægriflokknum, sem kallast því heiðarlega nafni De Konservatíve, eða Íhaldsmenn.
Þegar jafnaðarmannaflokkar koma fram í Evrópu í lok nítjándu aldar, stilltu þeir sér upp til vinstri við gömlu vinstriflokkana, enda börðust þeir fyrir meiri breytingum og meiri jöfnuði en fyrri flokkar. Þeir vildu almennan kosningarétt fyrir alla, bæði konur og karla, óháð efnahag og eignum. Þeir vildu líka efnahagslegt réttlæti með þjóðnýtingum og ríkisrekstri og tilfærslum. Í fyrstu var bandalag með jafnaðarmönnum og vinstriflokkunum gömlu á Norðurlöndum, en þegar fylgi jafnaðarmanna jókst hröðum skrefum, vegna hraðvaxandi þéttbýlisþróunar og stéttaskiptingar í kjölfar iðnvæðingar, færðust gömlu vinstriflokkarnir upp að íhaldsmönnum til að verja þau réttindi, bæði pólitísk og efnahagsleg, sem þeir höfðu þegar tryggt sér. Síðan hafa jafnaðarmenn verið kjölfestan á vinstri væng stjórnmálanna, en gömlu frjálslyndis og íhaldsflokkarnir til hægri. Í Þýskalandi og Bretlandi hafa hægrimenn átt sér stóra hægriflokka, Kristilega demókrata og Íhaldsflokkinn, en frjálslyndir myndað litla milliflokka. Svipað hefur verið uppi á teningnum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið fulltrúi íhaldsstefnu og frjálslyndis og haldist stærsti flokkurinn í rúma hálfa öld, með Framsóknarflokkinn sem frjálslyndan bænda- og miðjuflokk við hliðina á sér. Þessir flokkar hafa líka oft átt gott saman, og síðustu þrjátíu ár hafa þeir verið í stjórn í fjögur ár af hverjum tíu, í það minnsta.

Ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks eru hreinræktaðar hægri stjórnir. Ekki bara í sögulegum skilningi eins og hér hefur verið skýrt, heldur líka pólitískum, svo sem hér verður sýnt. Hvað er það sem einkennir hægristefnu? Í sinni hreinræktuðu mynd þá er hægristefnan íhaldsöm, stendur vörð um valdakerfi samfélagsins, þau völd sem byggja á efnahagslegum yfirráðum, forréttindum og forræði yfir helstu stofnunum ríkisvaldsins.

Hjá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar birtist það í þjónustu og vörn fyrir helstu valdakerfi landsins. Það er nokkuð augljóst að benda á útgeerðaraðalinn og kvótakerfið í fiskveiðum. Hverjum hefur ríkisstjórnin, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þjónað þar? Þá er það landbúnaðarkerfið. Hverjir hafa haldið úti því kerfi sem þar er við lýði? Milljarðar á milljarða ofan kostar það kerfi skattborgara landsins á hverju einasta ári. Og það er sama hvaða angi kerfisins það er, eins og glögglega kom í ljós þegar verndartollar og vörugjöld á grænmeti komust í hámæli fyrr á þessu ári. Hefur eitthvað verið gert til að laga það? Eða var málið svæft í nefnd, þar sem helstu hagsmunaaðilarnir hafa tögl og hagldir (alveg eins og í nefndinni sem átti að leita að sáttinni miklu í fiskveiðistjórnuninni)? Þið vitið jú svarið. Þá er einnig vert að spyrja hverjir séu helstu varðhundar fákeppninnnar á tryggingamarkaðnum, olíumarkaðnum og fleiri sviðum? Hvað ætli stórfyrirtækin hafi greitt mikið í kosningasjóði flokkanna og þá helst Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum? Það fæst að sjálfsögðu ekki upp gefið, enda stendur flokkurinn fastur gegn því að setja lög eða reglur um fjármál flokkanna. Og sagði ekki Davíð Oddsson að slíkar reglur yrðu bara brotnar (og var þá að hugsa um vin sinn Helmut Kohl!!). Þar var nú röksemdafærslan í lagi. Allt þetta sýnir að núverandi ríkisstjórn er hreinræktuð hægristjórn (engu betri en sú alræmda hægristjórn sem nú er í Bandaríkjunum, sjá pistil Kolbeins Einarssonar hér á Kremlvefnum í gær).

En þetta er ekki allt. Nú síðast opinberaðist hægristefna ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Stefna Davíðs og félaga er að lækka skatta, en bara suma. Og hvað ætla þeir göfugu menn að lækka? Það ber fyrst og fremst að nefna, skatta á fyrirtæki. Svo koma eignaskattar. Og loks að afnema hátekjuskatt. Þessir skattar eru nefnilega allir svo ógurlega óréttlátir, og það hljóta allir að sjá. Við getum svo öll reiknað út hvað við fáum mikið út úr þessum fínu jólapökkum ríkisstjórnarinnar (og ekki hugsa um það hvað eignamenn, kvótabraskarar og stórfyrirtæki fá). Ekki er þó öll sagan sögð. Hin hliðin er eftir. Vegna þessara skattalækkana og reyndar líka vegna óvenjumikils bruðls og óráðs

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli