Frétt

mbl.is | 13.03.2006 | 08:35Gallerí Turpentine sýnir verk íslenskra listamanna í New York: Verk seld fyrir opnun

Listamenn á vegum Turpentine-gallerísins í Ingólfsstræti tóku þátt í scope-art-listastefnunni í New York um helgina, en síðasti dagur hennar er í dag. Þetta eru þau Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, Húbert Nói Jóhannesson, Georg Guðni Hauksson og Sigurður Árni Sigurðsson. Öll sýna þau málverk, en Húbert Nói sýnir að auki myndbandsverk. Með þeim í för ytra er Sveinn Þórhallsson galleristi í Turpentine. Morgunblaðið hafði samband við listamennina á meðan á listastefnuni stóð og ræddi m.a. við Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson, sem sagði allt hafa gengið gríðarlega vel. Að hennar sögn hefur scope-art-stefnan fengið mikla athygli í fjölmiðlum í New York. "Ég er búin að sjá umfjöllun um hana í nokkrum blöðum, og finn að það er talsverður spenningur fyrir þessu."

Sumir hafa augljóslega ekki haft hemil á spenningnum, því að sögn Sveins Þórhallssonar var búið að selja þónokkur verk Íslendinganna um leið og búið var að hengja þau upp, áður en stefnan hófst. "Þetta er orðið svona alls staðar - líka heima. Áhugi á íslenskri myndlist er ekki bara í orði."

Spurður um ástæðu þessara landvinninga Turpentine segir Sveinn einfalda: "Ef maður vill skapa sér nafn í þessari grein, þá verður maður einfaldlega að vinna markvisst að því. Þarna sýna 70 gallerí víðsvegar úr heiminum, og það er búist við þúsundum gesta. Hingað kemur fólk frá listasöfnum, galleristar, listaverkasalar og alls konar fólk annað til að skoða og kaupa verk. Það er mikilvægt að kynna sig vel á svona stað. Hingað kemur líka fjölmiðlafólk alls staðar úr heiminum, og í klukkutíma áður en stefnan var formlega opnuð, hafði fjölmiðlafólkið eitt aðgang að henni, til að skoða, taka viðtöl og kynna sér hvað um er að vera í myndlistinni í dag. Þessi stefna spannar vítt svið myndlistar, og verkin hér eru fjölbreytt."

Markmið scope-art er að skapa alþjóðlegt umhverfi í miðlun samtímalistar, þar sem viðskiptahættir eru skýrir og augljósir, um leið og boðið er upp á það besta í listinni. Stefnur scope-art sækja listfræðingar, sýningastjórar, listaverkasalar, galleristar og listamenn og er þess vænst að viðmót stefnanna sé afslappað og þægilegt.

Þeim er ekki einungis ætlað að vera vettvangur viðskipta, heldur þykir forsvarsmönnum þeirra ekki síður mikilvægt að skapa tengsl milli fólks í greininni, fræða, upplýsa og skemmta. scope-art vinnur að því að listastefnur á þess vegum geti orðið allsherjarvettvangur þar sem allir þeir sem stunda myndlist og vinna við hana á einhvern hátt - en líka allur áhugasamur almenningur, geti komið saman, kynnst, átt endurfundi, verslað, fræðst og upplifað.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli