Frétt

mbl.is | 10.03.2006 | 16:24Réttað um bótakröfu Bubba Morthens vegna myndar í blaði

Aðalmeðferð í máli tónlistarmannsins Bubba Morthens gegn 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóri Hér og nú hófst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið varðar umfjöllun og myndbirtingu í Hér og nú í júní í fyrrasumar. Birt var mynd af Bubba þar sem hann sat inni í bíl og reykti sígarettu en fyrirsögn á forsíðunni var „Bubbi fallinn." Krefst Bubbi 20 milljóna króna miskabóta. Bæði Bubbi og Garðar Örn mættu fyrir dóminn og svöruðu spurningum þeirra Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, sem er lögmaður Bubba, og Einars Þórs Sverrissonar, sem er verjandi Garðars Arnar. Þá báru Eiríkur Jónsson, sem var blaðamaður á Hér og nú á þeim tíma sem myndbirtingin átti sér stað og ljósmyndarinn, sem tók umrædda mynd af Bubba, vitni fyrir dóminum.

Bubbi Morthens sagði aðspurður að umrædd umfjöllun og myndbirting hefði valdið sér ýmiss konar óþægindum. Hann hefði fundið til vanlíðunar og reiði og væri mjög á varðbergi gagnvart ljósmyndurum eftir atburðinn. Trúverðugleiki sinn hefð beðið hnekki og hann hefði þurft að útskýra fyrir viðsemjendum sínum að hann væri ekki farinn að neyta vímuefna að nýju. Þeir hefðu ekki tekið forsíðufréttinni öðruvísi en svo að hann væri fallinn í þeim skilningi að hann væri farinn að nota eiturlyf að nýju.

Garðar Örn sagði fyrir dóminum að ákvörðunin um umfjöllunina og myndbirtinguna hefði verið tekið sameiginlega af ritstjórn Hér og nú. Ritstjórn blaðsins hefði ekki dottið í hug að fólk gæti misskilið fyrirsögnina Bubbi fallinn og álitið að átt væri við neyslu eiturlyfja. Mynd hefði verið birt af Bubba að reykja sígarettu og því hefði fyrirsögnin ekki átt að valda misskilningi.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli