Frétt

Björn Davíðsson | 10.03.2006 | 16:22Að vita ekki en telja sig vita betur

Björn Davíðsson.
Björn Davíðsson.
Á bæjarstjórnarfundi þann 16. febrúar sl. bar Bryndís Friðgeirsdóttir upp tillögu um að hafnarstjórn bjóði Landhelgisgæslunni fast pláss fyrir varðskip á Ísafirði og Þingeyri. Jafnframt bar hún upp tillögu um að hafnarstjórn verði falið að endurskoða gjaldskrá hafnarinnar, þannig að hægt væri að greiða mánaðargjald fyrir varðskip á sama hátt og fiskiskip. Tillaga þessi var rædd á fundi Samfylkingarinnar kvöldið áður og var orðalag tillögunnar, samið með tilteknar staðreyndir í huga sem hér skal gerð grein fyrir.

Landhelgisgæslan hefur ekki fjármagn til að halda öllum skipum sínum í rekstri allt árið um kring og þarf því að leggja þeim tiltekinn dagafjölda á ári. Tilgangurinn með síðari hluta tillögunnar er að gera Gæslunni kleift að réttlæta fjárhagslega að leggja skipum hér úti á landi með tilheyrandi auknum þjónustukaupum. Með því styttist viðbragðstími fyrir þessi skip að halda á miðin, t.d. getur varðskip sem er í höfn á Ísafirði eða Þingeyri verið komið á Vestfjarðamið um 3-4 klst. eftir útkall, jafnvel þó hluti áhafnarinnar sé í Reykjavík þegar útkallið berst. Þetta er mjög mikilvægt öryggisatriði fyrir skipaflotann en um áratuga skeið hefur þó tíðkast að skip hafi inniveru í Reykjavíkurhöfn enda hefur það hingað til verið ódýrara hvað varðar hafnargjöld. Nýr flugvöllur á Þingeyri með næturflugsskilyrðum skiptir hér miklu máli.

Í gjaldskrá hafna eru hafnargjöld með tvennum hætti. Greitt er lestargjald þegar skip leggst að bryggju og einnig er tekið bryggjugjald pr. byrjaðar 24. klst. Auk þessarra gjalda er greitt sérstaklega fyrir þjónustu eins og vatn og annað slíkt. Leggi t.d. varðskipið Ægir að í einni af höfnum Ísafjarðarbæjar og hafi viðveru allt að einn sólarhring eru þessi gjöld samanlagt kr. 14.647. Liggi Ægir við bryggju í 15 daga samfellt eru sömu gjöld orðin kr. 81.805 – Í tillögunni og greinargerð sem fylgdi henni er lagt til að heimild verði til að varðskip greiði mánaðargjöld á sama hátt og heimild er til fyrir fiskiskip. Væri greitt slíkt gjald í stað daggjalda yrði það í tilfelli Ægis kr. 68.330. Vegna núverandi ákvæða í gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæja, sem heimila einungis fiskiskipum að greiða mánaðargjald er ekki hægt að bjóða Gæslunni sama afslátt og öðrum skipum sem nota höfnina reglulega. Þessu þarf að breyta og miðaði tillagan að því.

Meirihlutinn vissi ekki hvort Landhelgisgæslan greiddi hafnargjöld

Þegar tillagan var rædd á þessum sama bæjarstjórnarfundi, báru þeir sem tóku til máls fyrir hönd meirihlutans fyrir sig að þeim væri ekki kunnugt um að Gæslan greiddi hafnargjöld og í framhaldi af því kvað Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar upp úr með að tillagan um mánaðargjöldin væri ekki tæk til afgreiðslu og lagði til að henni yrði breytt. Á m.a. þeim grundvelli að ef Landhelgisgæslan greiddi ekki hafnargjöld væri ekki hægt að setja inn heimild um jafnræði til gjalda við fiskiskip. Þessu mótmælti Bryndís og reyndar Magnús Reynir einnig og vísaði Magnús í hafnarlög þar sem kemur skýrt fram að öll skip greiði gjöld sem þessi og engar undanþágur í gildi. Þrátt fyrir þessi mótmæli bar forseti tillöguna upp svo breytta og var hún samþykkt þannig.

Því miður virðast mál síðan hafa æxlast á þann veg að hvorki hafnarstjórn né bæjarstjóri kom því til skila til hafnarstjóra til hvers væri ætlast. Kemur þetta væntanlega til af því að hafnarstjóri var í fríi, bæði þegar tillagan var rædd í bæjarstjórn og einnig á þeim fundi hafnarstjórnar þar sem tillagan var tekin fyrir og hafnarstjóra falið að vinna að framgöngu málsins. Skapaðist því sá misskilningur hjá hafnarstjóra að verið væri að óska eftir því af hálfu bæjarstjórnar að sett yrðu inn sérstök afsláttarákvæði fyrir Landhelgisgæsluna en slíkt er ekki heimilt skv. hafnalögum. Af þessu tilefni ræddi ég við hafnarstjóra í dag og sá misskilningur hefur nú verið leiðréttur. Vonandi tekst okkur síðan að sannfæra forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar að það sé öllum hagur í því að varðskipin hafi hér aukna viðveru.

Það sem má helst af þessu læra er að þrátt fyrir góðan ásetning er auðvelt að klúðra málum þegar forseti bæjarstjórnar tekur að sér að umorða tillögur bæjarfulltrúa.

Björn Davíðsson,
varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.


bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli