Frétt

bb.is | 09.03.2006 | 15:46Ísafjarðarhöfn óheimilt að veita afslætti til einstakra aðila

Ísafjarðarhöfn.
Ísafjarðarhöfn.
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir ekki forsendur fyrir því að bjóða Landhelgisgæslunni sérstök kjör líkt og Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, lagði til í bæjarstjórn á dögunum. „Árið 2003 tóku hafnalög nr. 61 gildi og þá féll úr gildi grein sem kvað á um að hafrannsóknar- og varðskip skyldu undanþegin öllum hafnargjöldum. Ég geri ráð fyrir því að með setningu þessara laga eigi allir viðskiptavinir hafnarinnar að sitja við sama borð. Áður fyrr var gjaldskrá hafna ákveðin af samgönguráðuneyti, en nú eru það hafnaryfirvöld á hverjum stað fyrir sig sem ákveða gjaldskrá“, segir Guðmundur.

„Þann 1. júlí árið 2003 gaf samgönguráðuneytið út viðmiðunargjaldskrá fyrir hafnir á Íslandi, sem átti að gilda í eitt ár og vera til viðmiðunar fyrir hafnirnar á meðan þær væru að aðlagast nýjum aðstæðum. Höfnum landsins gafst kostur á að rukka allt að 20% hærra gjald en kveðið var á um í viðmiðunargjaldskránni og allt að 20% lægra gjald. Sumar hafnir völdu að nota meðaltalið, en margar hinna stærri hafna, m.a. Ísafjarðarhöfn, ákváðu að velja þá leið að vera með 20% hærri gjaldskrá en viðmiðunargjaldskrá ráðuneytisins. Þetta var gert vegna þess að útséð var um að höfnin gæti aldrei staðið undir sér að öðrum kosti. Í framhaldi af þessu ákvað hafnarstjórnin að gefa þeim viðskiptavinum okkar sem gáfu okkur daglegar tekjur með viðskiptum sínum, með löndun afla og slíku. Nokkrum mánuðum síðar kom úrskurður frá samgönguráðuneytinu, undirritaður af ráðherra, um að höfnum væri óheimilt að veita slíka afslætti til einstakra aðila. Það sama gildir núna. Í framhaldi af þessu ákvað hafnarstjórn að afnema alla afslætti úr gjaldskrá hafnarinnar. Við það stendur. Okkur er óheimilt að veita einstaka afslætti af þessari tegund. Einu undanþágurnar sem fást frá greiðslu hafnargjalda eru þegar skip eru að koma með slasaða eða látna í land, og eins ef skip eru í björgunarleiðangri.“

Guðmundur segir einnig að varðskip hafi oft leitað í hafnir Ísafjarðarbæjar og að hann telji að það sé ekki síst vegna þeirrar góðu þjónustu sem höfnin veitir. „Þeir hafa, svo ég viti, aldrei sótt um afslátt. Ríkisstjórnin skapaði okkur þetta rekstrarumhverfi og þeir hljóta að gera ráð fyrir því að allir sitji við sama borð að þessu leyti. Þessi umræða um afslátt til Landhelgisgæslunnar kemur mér satt að segja verulega á óvart. Einstakir bæjarfulltrúar, hvort heldur sem er í meirihluta eða minnihluta, ættu náttúrulega ekki að bjóða afslætti fyrir hönd hafnarinnar upp á sitt einsdæmi. Gjaldskráin er ákveðin af hafnarstjórn, sem er kosin af bæjarstjórn, og hún er ákveðin á faglegum forsendum. Þeir sem óska eftir afslætti ættu að snúa sér beint til hafnarstjórnar, og náttúrulega væri æskilegast að Landhelgisgæslan gerði það ef hún æskir afsláttar. Það er ekki í okkar verkahring að bjóða þeim afslætti af fyrra bragði.“

Þá segist hafnarstjóri vilja ítreka þá skoðun sína að ef einhverjir eigi að njóta afsláttarkjara hjá hafnarsjóði séu það fastir viðskiptavinir hafnarinnar. „Þeir viðskiptavinir sem þjónustum hér daglega eiga að hafa forgang í því. Við rekum okkar markaðsstefnu reyndar ekki á afsláttartilboðum. Við erum sem dæmi í sókn á skemmtiferðaskipamarkaði með fullþanda gjaldskrá, þar tíðkast engir afslættir“, segir Guðmundur.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli