Frétt

mbl.is | 09.03.2006 | 16:01„Höfum fullt leyfi til að úthluta þessari lóð“ segir Stefán Jón

Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi, segist ekki eiga von á hörðum viðbrögðum frá bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ vegna vilyrðis, sem veitt var á borgarráðsfundi í dag um verslunarlóð undir Bauhaus byggingavöruverslun. „Við erum búin að fara rækilega yfir málið og stöndum fyllilega á því að við höfum fullt leyfi til að úthluta þessari lóð,“ sagði Stefán í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í dag. Hins vegar skilji hann að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vilji hafa frekara samráð samkvæmt þróunaráætluninni um uppbyggingu miðkjarna á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar sem samþykkt var af sveitarfélögunum í mars 2004. Málið sé hins vegar þannig vaxið, að Bauhaus hafi sent Reykjavíkurborg umsókn fyrir tveimur mánuðum þar sem fyrirtækið hafi sagst vera komið í þrot með lóðaumsóknir í öðrum sveitarfélögum. Því hafi verið ákveðið að bregðast við umsókninni skjótt.

Stefán segir eðli málsins nú þannig að borgarstjórn telji sér skylt að hafa hraðar hendur. Lagalega sé hún í fullum rétti. Farið hafi verið rækilega yfir athugasemdir Ragnheiðar og málið rætt í þaula á borgarráðsfundi núna áðan. Að auki sé nægt pláss eftir á reitnum og enn hægt að mynda fyrrnefndan miðkjarna.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, telur að vilyrði Reykjavíkurborgar til Bauhaus um verslunarlóð austan Vesturlandsvegar sé í andstöðu við þróunaráætlunina sem var gerð í kjölfar þess að lögsögumörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar var breytt árið 2001. Ragnheiður greindi frá því í samtali við Morgunblaðið um seinustu helgi að í miðkjarnanum hafi átt að koma umferðarmiðstöð, slökkvistöð, lögreglustöð og önnur slík starfsemi austan Vesturlandsvegar „auk fyrirtækja sem vilja vera sýnileg frá Vesturlandsvegi".

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli