Frétt

bb.is | 08.03.2006 | 17:55„Einslitur fréttaflutningur BB“

Nálægð íbúða við veitingastaðinn séð frá Aðalstræti. Ljósmyndir: Erlingur Tryggvason.
Nálægð íbúða við veitingastaðinn séð frá Aðalstræti. Ljósmyndir: Erlingur Tryggvason.
Nálægð íbúða við veitingastaðinn, séð frá Brunngötu.
Nálægð íbúða við veitingastaðinn, séð frá Brunngötu.
Glerbrot á gangstétt.
Glerbrot á gangstétt.
Æla á gangstétt.
Æla á gangstétt.
Málefni Langa Manga hafa mikið verið í umræðunni að undanförnu og hafa menn skiptar skoðanir á þeim. Íbúar sem búa í grennd við kaffihúsið vilja að opnunartími þess verði styttur um helgar og hefur Erlingur Tryggvason farið fyrir flokki íbúanna. Erlingur hefur nú sent bb.is bréf þess efnis að hann telji fréttaflutning blaðamanna BB af málinu einslitan. Athugasemdir Erlings birtist hér í heild:

„Vegna frétta sem komið hafa fram um málefni veitingastaðarins Langa Manga langar mig að koma á framfæri minni hlið á málinu. Einhverra hluta vegna hafa blaðamenn BB sem fjallað hafa um mál þetta ekki haft neinn áhuga á að kynna sér málið til fullnustu, heldur hafa þeir einungis tekið upp bréf sem send hafa verið bæjaryfirvöldum. Að minnsta kosti þrisvar sinnum þegar fjallað hefur verið um málið þá hafa blaðamenn rifjað upp aðdraganda málsins og birt nafn mitt þannig að fyrir lesendur er eins og að ég standi einn í máli þessu og sumir þeirra misskilja og halda að helst vilji ég láta loka staðnum. Þetta er alls ekki rétt.

Á meðan undirskriftarsöfnun fór fram fjallaði BB fjórum sinnum um málið þar sem fram kom m.a. að það hefði aðeins heyrst ein rödd í málinu, blaðamenn BB hafa aldrei reynt að hafa samband við mig eða aðra er tengjast þessu máli og því hefur hin röddin aldrei komið fram. Finnst mér þetta vera einslitur fréttaflutningur blaðamanna BB þeirra Eiríks Arnar Norðdahl og Thelmu Hjaltadóttur sem fjallað hafa um mál þetta. Mín rödd er þessi:

Fyrir það fyrsta hef ég aldrei farið fram að veitingastaðnum verði lokað heldur aðeins farið fram á það að opnunartíminn sé styttur um helgar og að farið verði að lögum sem í gildi eru um fjöleignahús, heilbrigðislög og lögreglusamþykktir.

Í lögum um fjöleignahús segir:

1. kafli. Gildissvið, skilgreiningar o.fl.

Hugtakið fjöleignahús.
1.gr.
...Fjöleignahús telst í lögum þessum hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra.

4. Raðhús og önnur sambyggð og samtengd hús, bæði eingöngu til íbúðar og að einhverju leyti eða öllu til annarra nota, allt eftir því sem við getur átt.

Af þessu má dæma að hús við Aðalstræti 24 og hús við Aðalstræti 22 flokkast undir fjöleignahúsalög og ætti því að fara eftir þeim.

Í 74. gr. þar sem fjallað er um húsreglur stendur:
2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl.7 að morgni...

Þar sem húsnæði það sem ég bý í og húsnæði Langa Manga eru samtengd þá flokkast þau undir fjöleignahúsalög. Til að byrja með snerist rekstur Langa Manga um það að vera rólegt kaffihús með menningarlegum viðburðum og var staðurinn með vínveitingaleyfi og tók 30 manns og var opin til kl 23.00, gekk þá allt vel gagnvart nágrönnum staðarins. Eftir að staðurinn var stækkaður og fékk skemmtanaleyfi til að vera opinn til kl:03:00 með 50 manns með lifandi tónlist og disco um helgar fór að bera á ónæði sem magnast hefur upp síðastliðið ár. Þá hefur hávaði frá ölvuðu fólki aukist til muna með tilfallandi sóðaskap s.s. glerbrotum, ælum, mannaskít , þvagi, smokkum og sígarettustubbum. Hefur það alfarið lent á okkur íbúum, verslunareigendum og bæjarstarfsmönnum að þrífa þetta.

Ég hreinlega stórefa að fólk geri sér almennilega grein fyrir því hvernig þetta er búið að vera og höfum við íbúar sýnt mikið langlundargeð gagnvart þessu með þá von um að þetta væri bara uppáfallandi og myndi minnka en þess í stað hefur þetta aukist til muna og því sjáum við okkur ekki annað fært en að fara þá leið sem farin hefur verið. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hve nálægt íbúðum staðurinn er. Þar sem fram hefur komið frá aðstandendum undirskriftarlistans „Miðbær ekki svefnbær“ um það að íbúar sem búa í miðbæ verði að gera ráð fyrir svona truflunum, þá vil ég benda fólki á það að þeir íbúar sem búa í miðbæ ætlast til þess að farið sé að lögum þar eins og annars staðar, ég hreinlega stórefa það að það fólk sem skrifar sig á þennan lista myndi vilja hafa svona næturstarfsemi heima hjá sér um helgar, það væri verkefni fyrir blaðamenn BB að kanna það. Það væri einnig gaman að vita hve margir á þessum lista hafa leyfi til þess að vera inni á vínveitingastað eftir kl:23:00.

Aðalstræti þar sem Langi Mangi er til húsa er meðal þrengstu gatna bæjarins bæði með íbúða- og verslunarhúsnæði beggja vegna, því er það með ólíkindum að bæjar-og lögregluyfirvöld skyldu heimila þá næturstarfsemi sem nú fer fram án þess að kanna málið og kynna íbúm í nágrenni staðarins hvað stæði til og kanna hvort það myndi valda íbúum ónæði.

Að mínu mati gengur þessi næturstarfsemi ekki upp á þessum stað gagnvart nágrönnum staðarins og er það þess vegna sem bæjar- og lögregluyfirvöldum hefur verið falið að leysa úr máli þessu og vonandi verður það gert með heilindum og málefnalegum hætti og lög verði höfð að leiðarljósi.

Að lokum vil ég að það komi skýrt fram að ég hef ekkert á móti veitingastaðnum, eigendum, starfsfólki né gestum hans, heldur aðeins þeirri næturstarfsemi sem nú fer fram um helgar og getur varla talist til menningarviðburða.

Meðfylgjandi eru myndir sem sýna nálægð íbúða við staðinn og smá sýnishorn af óþrifnaði á gangstéttum bæjarins í nálægð við staðinn eftir skemmtannahald á helgum.

Virðingarfyllst
Erlingur Tryggvason.“

gudrun@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli