Frétt

mbl.is | 08.03.2006 | 14:29Flókin eignatengsl geta aukið á kerfislega áhættu í bankakerfinu

Greiningardeild verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch, segir í skýrslu um íslenska bankakerfið, að tengsl íslensku bankanna við önnur fyrirtæki á Íslandi og tengsl milli bankanna sjálfra geti aukið á þá kerfislægu áhættu sem sé í íslenska bankakerfinu. Merrill Lynch segir í skýrslunni, að vissulega hafi bankarnir dreift áhættunni með því að fjárfesta í útlöndum en hættan, sem sé fyrir hendi á íslenska markaðnum, sé alls ekki lítil og hafi í raun aukist með flóknu eignatengslakerfi sem geri það erfitt að leggja mat á hina raunverulegu áhættu.

Bent er á að þeir sem skráðir eru fyrir hlutabréfum í sumum íslenskum félögum séu ekki alltaf hinir raunverulegu eigendur því margir hluthafar hafi gert framvirka samninga við banka eða önnur fyrirtæki. Þannig sé Landsbankinn skráður stærsti einstaki hluthafinn í FL Group. Hins vegar komi fram í yfirlýsingu frá FL Group að Landsbankinn hafi gert framvirka samninga og sé þannig skuldbundinn til að selja 17,87% af heildarhlutafé félagsins.

Einnig er vitnað í upplýsingar frá FL Group um að Baugur Group eigi aðild að framvirkum samningnum sem þýði að félagið eignist 19,24% hlut í FL Group. Baugur beri einnig alla fjárhagslega ábyrgð og njóti jafnframt fjárhagslegs ávinnings af 5% hlut sem Landsbankinn tók yfir með skiptasamningi. Þá hafi Íslandsbanki sagt, að hin raunverulega hlutabréfaeign bankans í FL Group sé hverfandi og hluturinn sem bankinn sé skráður fyrir tengist í raun framvirkum samningum við viðskiptavini.

„Við teljum að slíkt fyrirkomulag sé ekki aðeins bundið við FL Group," segir í skýrslu Merrill Lynch.

Merrill Lynch segir, að bankarnir eigi tiltölulega stóran hluta af eigin hlutafé. Svo virðist sem að minnsta kosti hluti af þessu hlutafé sé þó í raun í eigu viðskiptavina, m.a. í tengslum við framvirka samninga eða annarra afleiðusamninga. Samt sem áður undirstriki þetta hve mikilvægt það sé fyrir bankana, að hlutabréf þeirra standi vel á markaði, því lækkun á gengi bréfanna gæti haft áhrif á hagnað bankanna.

Í skýrslunni er bent á að fjárfestingarfélög í eigu fárra einstaklinga, oft eins til þriggja, tengist oft eignarhaldi á bönkunum. Eru Björgólfur Thor Björgólfsson og Karl og Steingrímur Wernerssynir nefndir sem dæmi. Þetta sé ekki neikvætt í sjálfu sér, en það valdi áhyggjum, að þessir einstaklingar eða félög eigi einnig hagsmuna að gæta í félögum sem ekki tengjast fjármálastarfsemi. Þess vegna séu bankarnir óbeint háðir því hvernig þeim félögum gengur. Í sumum tilfellum hafi bankarnir einnig byggt upp hlut í þessum félögum.

Nefnt er sem dæmi, að Landsbankinn á hlut í Actavis, sem er að 35% í eigu Amber International. Björgólfur Thor ráði því félagi og hann sé einnig ráðandi í Samson Holding, stærsta hluthafa Landsbankans.

Í skýrslunni segir, að eignarhald hlutabréfa í bönkunum sé ekki alltaf aðalstarfsemi þessara fjárfestingarfélaga. Þannig sé FL Group eignarhaldsfélag Icelandair og fleiri fyrirtækja í samgöngum og ferðaþjónustu. Fyrirtækið hafi eignast 10% hlut í Íslandsbanka, en óljóst sé hvaða skuldbindingar það hafi við bankann, séu þær nokkrar.

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli