Frétt

bb.is | 08.03.2006 | 13:15Flateyringar lentu í eldsvoða í Kaupmannahöfn

Þakið er ónýtt af völdum brunans og sést því í næstu hús útum það. Mynd: Júlía Bjarney Björnsdóttir.
Þakið er ónýtt af völdum brunans og sést því í næstu hús útum það. Mynd: Júlía Bjarney Björnsdóttir.
Geymslan í risinu þar sem eldurinn er talinn hafa komið upp. Mynd: Júlía Bjarney Björnsdóttir.
Geymslan í risinu þar sem eldurinn er talinn hafa komið upp. Mynd: Júlía Bjarney Björnsdóttir.
Systurnar Júlía Bjarney og Inga Rún Björnsdætur frá Flateyri, sem búsettar eru í Kaupmannahöfn, lentu í eldsvoða í nótt. Eldur kom upp í geymslu í risi fjölbýlishússins sem þær búa í og urðu þær og kærasti Ingu Rúnar fyrst vör við eldinn og hringdu á slökkvilið og vöktu aðra íbúa hússins. „Bragi kærastinn hennar Ingu Rúnar vaknaði um kl. 1:45 við reykskynjarann og Inga Rún vaknaði svo við bröltið í honum“, segir Júlía. „Þau gengu á hljóðið sem kom frá bakstigaganginum og opnuðu dyrnar frá eldhúsinu fram á ganginn en þá mætti þeim reykveggur og eldhúsið fylltist af reyk. Þá vöktu þau mig og ég stökk og hringdi í 112 en þau klæddu sig í snatri og fóru að vekja fólkið við hliðina á okkur en þau sváfu sem fastast“, segir Júlía en þær systur leigja íbúð á 5. hæð í blokk á Nörrebro. „Ég hljóp svo niður til að hleypa slökkviliðinu inn en Inga og Bragi vöktu alla á leiðinni niður. Svo þegar búið var að vekja alla á neðri hæðunum hljóp Inga Rún aftur upp og barði og barði á dyrnar á íbúðinni við hliðina á okkar þar til fólkið loks vaknaði.

Tveir slökkvibílar voru komnir innan við 5 mínútum eftir að ég hringdi, enda er slökkvistöðin hérna rétt hjá. Ég hleypti tveimur slökkviliðsmönnum inn um portið og inn í bakstigaganginn og þeir hlupu þar upp og börðu á allar eldhúsdyrnar og öskruðu „politiet!“. Svo stóðu allir íbúarnir fyrir utan, þar á meðal hjón með nýfætt barn, í næstum tíu gráða frosti í hálftíma, þar til að kom rúta frá slökkviliðinu sem við gátum beðið inní. Allir þurftu svo að gefa upp nöfn og heimilisfang og þeir spurðu okkur hvort við hefðum séð einhvern hlaupa í burtu, en ég held að þetta hafi ekki verið íkveikja. Slökkviliðið var lengi að ráða niðurlögum eldsins því hann læsti sig í þakið og þurfti að brjóta það upp til að slökkva eldinn. Við fórum svo heim til vinar okkar hér rétt hjá um hálffjögurleytið til að hlýja okkur og biðum þar til tæplega fimm en þá máttum við fara heim þar sem að litlar skemmdir urðu á okkar íbúð. Við urðum samt að sofa með alla glugga opna og enn er megn brunafýla í íbúðinni“, segir Júlía.

Ljóst er að ef Bragi hefði ekki vaknað við reykskynjarann og hann og systurnar brugðist svona skjótt við þá hefði getað farið mun verr þar sem að fólkið við hliðina á rumskaði ekki, þrátt fyrir að eldurinn væri næst þeim. Miklar skemmdir af völdum reyks og vatns urðu á íbúð þeirra. „Ég þakka guði fyrir að það var reykskynjari frammi á bakstigaganginum, og í lagi! Maður hefur oft hugsað um hvað maður myndi grípa með sér ef maður lenti í svona, en maður hugsar ekkert þegar maður er að hlaupa út, allir veraldlegir hlutir sem maður á verða allt í einu einskis virði“, segir Júlía að lokum.

gudrun@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli