Frétt

Stakkur 10. tbl. 2006 | 08.03.2006 | 09:58Í listinn að nýju!

Allt endurtekur sig einhvern veginn í þessu veraldarbrölti okkar mannfólksins. Oft hvarflar að mörgum okkar að minni fólks sé skammvinnt og því getum við notað gamlar lummur okkur að skaðlausu. Fyrir 14 árum var í boði stjórnmálaafl í Ísafjarðarkaupstað, er notaði heitið Í listinn. Almennt var hópurinn sem þar stóð að baki talinn fremur hallur undir hægri sinnaðar stjórnmálaskoðanir og oftast kallað klofningsframboð úr D listanum sem Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram. Eftir þokkalega heppnað prófkjör bakflokka nýja Í listans um þar síðustu helgi dettur engum í hug að líkja því fólki við Í lista hópinn er bauð fram fyrir tæpum einum og hálfum áratug og hlaut tvo bæjarfulltrúa kjörna.

Nú er verið að viðra að nýju hugmyndina að baki R listanum í Reykjavík. Hann bíður opinbers dánarvottorðs. Vinstri grænir vildu ekki vera með lengur. Einn þeirra fór í prófkjör Samfylkingar í Reykjavík og lenti í 4. sæti. Spár um gengið eru ekki bjartar eins og er. Það getur að sjálfsögðu breyst. Hver er grunnur Í listans nýja? Samfylking, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn. Samfylking telst um þessar mundir næst stærsti flokkur þeirra er taka þátt í stjórnmálalífi Íslands á landsvísu. Vinstri grænir áttu litlu fylgi að fagna í Ísafjarðarkaupstað fyrir tæpum fjórum árum. Þeir fá nú aðgang að stjórnsýslunni. Hve marga fulltrúa Í listinn nýi fær nú skal ósagt látið, að minnsta kosti má gera ráð fyrir þremur að lágmarki. Frjálslyndir eiga ekki miklu fylgi að fagna um þessar mundir. Rúmar 11 vikur eru enn til kosninga.

Forvitnilegt verður að sjá hvort með þessum nýja Í lista tekst að skapa nýja ímynd af hinum ólíku hópum sem að baki standa. Nýjabrumið skilaði gamla Í listanum því að ná markmiði um að verða næst stærsta stjórnmálaflið á Ísafirði, en ekki væntingum um fylgi. Nú verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst með uppröðun annara sæta á listanum en þeirra fjögurra sem skiluðu sér úr prófkjörinu.

Enn á stefnuskrá eftir að sjá dagsins ljós, en það gildir um alla listanna sem nú er búist við að bjóði fram í Ísafjarðarbæ 27. maí 2006. Enn þá eru fjögur ár eftir til að koma stefnu í verk, sem er grundvallaratriði í stjórnmálum. Nú virðist það fyrst og fremst vera þreyta á setu í minnihluta, stjórnarandstöðu, um misjanflega langan tíma, sem sameinar stjórnmálaflokkana að baki Í listanum. Stefnumál skipta íbúa Ísafjarðarbæjar mestu. Nú fá aðrir landshlutar stóriðju, Austurland og Norðurland Eystra, báðir eru í sama kjördæmi en hvor á sínu landshorninu.

Hverjar eru lausnir Í listans til uppbyggingar atvinnulífs á Vestfjörðum norður á tíma fækkandi íbúa? Það verður forvitnilegt að sjá og upplifa hjá öllum listum.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli