Frétt

Leiðari 10. tbl. 2006 | 08.03.2006 | 09:57Allt þarf þetta að haldast í hendur

Eftir kyrrstöðu er hlaupin gróska í íbúðabyggingar á Ísafirði. Eftirspurn er eftir lóðum í hinu nýja Lundahverfi og á eyrinni fjölgar íbúðum umtalsvert, einkum við breytingar á fyrrum atvinnuhúsnæði. Þá mun nýtt íbúða- og verslunarhúsnæði við Hafnarstræti setja svip á bæinn. Eflaust má segja að með þessu opnist möguleikar til að fjölga íbúunum. En til að svo gangi eftir verða atvinnutækifæri að vera fyrir hendi. Að öðrum kosti er hætta á að offramboð húsnæðis leiði einungis til lækkunar fasteignaverðs. Við það böl höfum við búið of lengi þótt vissulega hafi nú rofað til. BB hefur margsinnis hamrað á því að það eigi að vera forgangsverkefni bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að laða fyrirtæki til bæjarins og greiða götu þeirra sem frekast er kostur. Fjölgi ekki atvinnutækifærum fjölgar ekki fólki og bæjarfélagið fær ekki notið uppsveiflunnar í byggingariðnaðinum. Allt þarf þetta að haldast í hendur.

Norðvesturkjördæmi hefur setið eftir hjá stjórnvöldum. Vitnar þar um meðal margs annars að ekki skuli kominn vegur með bundnu slitlagi til höfuðstaðs Vestfjarða, sem ríkisvaldið hefur útnefnt sem einn byggðakjarna landsbyggðarinnar. Bæjarins besta, sem ítrekað hefur bent á að rykfallnir fyrirheitalistar í skrifborðsskúffum ráðuneyta skili engu í aska fólksins, og verið litið hornauga fyrir, þykir rétt að vekja athygli á ummælum tveggja þingmanna kjördæmisins og stjórnarliða um byggðastefnuna. Í viðtali við BB í síðustu viku segir Einar Oddur Kristjánson, aðspurður um efndir fyrirheita í byggðamálum: ,,Við skulum nú vona að eitthvað gott geti komið út úr þessu! Hins vegar hefur mér fundist, eins og staðið hefur verið að byggðamálum á undanförnum árum, að þetta séu mestmegnis orð, mest einhverjar skýrslur, þar sem menn eru að velta þessum hlutum fyrir sér.“ Og um síðasta afrakstur stjórnvalda í þessum efnum, sem þingmaðurinn studdi ekki, sagði hann: ,,Mér fannst þetta bara samansafn af orðum og hvergi nokkurs staðar um neina heilsteypta stefnu að ræða.“ Í grein á bb.is. 3. þ.m. rifjar Kristinn H. Gunnarsson upp ummæli formanns Framsóknarflokksins frá haustinu 2003 um ,,að röðin væri komin að Norðvesturkjördæmi“ og tillögur nefndar á vegum flokksins, ári síðar, hvar lagt var til að næsta stóriðjuuppbygging yrði í NV-kjördæmi; að stofnaður yrði háskóli á Ísafirði innan þriggja ára; að Rarik á Vestur- og Norðurlandi yrðu sameinuð Orkubúi Vestfjarða og að 80% af innheimtu veiðigjaldi í kjördæminu yrði nýtt til þess að fjármagna atvinnuuppbyggingu. Og Kristinn segir: ,,Ekkert af þessu hefur gengið eftir.“ Svo mörg voru þau orð þessara þungavigtarmanna í íslenskri pólitík, í hreinskilni sögð!

Ef byggðastefna stjórnvalda hefði í ríkari mæli en raun ber vitni verið annað og meira en ,,samansafn af orðum“ hefði uppsveiflan í íbúðabyggingum á Ísafirði komið fyrr til sögu sem knýjandi nauðsyn.
s.h.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli