Frétt

bb.is | 07.03.2006 | 17:25Of mikið um tilbúinn mat í mötuneyti GÍ

Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Nokkurrar óánægju virðist gæta með að of oft sé boðið upp á svokallaðan tilbúinn mat hjá mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði, en með hugtakinu tilbúinn matur er átt við nagga, buff og önnur sambærileg matvæli sem ekki eru búin til á staðnum. Þá er fiskur ekki vinsæll hjá nemendum. Þrjár kannanir hafa verið gerðar um mötuneytismál Grunnskólans á Ísafirði, en nýtt mötuneyti var sett á fót í skólanum síðasta haust. Í fyrsta lagi er um að ræða könnun sem var gerð meðal foreldra allra nemenda í febrúar árið 2006 um reynslu þeirra af nýja mötuneytinu. Í öðru lagi er það könnun sem var gerð meðal nemenda í 7.-10. bekk um mötuneytið og í þriðja lagi könnun sem gerð var meðal foreldra yngstu barna skólans í maí 2005, áður en mötuneytið opnaði, um fyrirkomulag á matartíma nemenda.

Í fyrstnefndu könnuninni bárust 411 svör, eða frá um 79% þeirra sem eiga börn í skólanum. Fjöldi nemenda sem er ekki skráður í mötuneytið er 136, eða 33% af öllum nemendum skólans. Þá bárust margar athugasemdir um að tilbúinn matur einkenni matseðilinn um of. Einnig þótti mörgum foreldrum of mikið um kaldan mat og svokallaðan „léttan“ mat, og vildu þeir sjá að börnin fengju heita máltíð alla daga vikunnar.

Hvað varðar verð á mat voru gefnir tveir valkostir, annars vegar sanngjarnt verð og hins vegar of hátt verð. Þess ber að geta að verð í mötuneytið er 320 kr. fyrir skammtinn, og er þá búið að niðurgreiða matinn um 100 kr. Verð fyrir heilan mánuð, ef miðað er við 20 kennsludaga, er þá 6.400 kr. Af 275 foreldrum merktu 145, eða 53%, við sanngjarnt verð en 130, eða 47%, við of hátt verð. Þessu til viðbótar má nefna að hluti þeirra foreldra sem ekki er með börn sín í mataráskrift bera of háu verði við.

Alls eru það foreldrar 288 barna sem gefa álit sitt á matseðlinum. Af þeim eru 75, eða 26%, ánægð með matseðilinn, 159, eða 55%, eru nokkuð sátt við hann og 54, eða 19%, eru óánægð. Eins og áður segir var helsta umkvörtunarefnið að of mikið væri um tilbúinn mat, og ber að geta þess að slíkar aðfinnslur komu ekki bara frá þeim sem sögðust óánægðir með mötuneytið heldur líka frá sumum þeirra sem sögðust sáttir.

Þegar spurt var um greiðslufyrirkomulag svöruðu 294. Af þeim sögðust 260 vera sáttir við núverandi fyrirkomulag en 34 voru ósáttir. Helstu athugasemdir sem voru gerðar var að það vantaði systkinaafslátt, að endurgreiðsla eða lækkun á greiðslu næsta mánaðar kæmi til við veikindi, að senda mætti áminningu þegar nýtt tímabil byrjar, að fá að greiða með kreditkorti o.fl.

Í þeirri könnun sem var gerð meðal nemenda í 7.-10. bekk svöruðu 156 nemendur, en af þeim voru 96 í áskrift, eða 62%, og 60 þeirra sem svöruðu voru ekki í áskrift, eða 38%. Af þeim 96 nemendum í 7.-10. bekk sem eru í áskrift voru 12 ánægðir með matinn, en það eru 13%. 57 nemendur, eða 59%, voru nokkuð sáttir við matinn og 27 nemendur, eða 28%, voru óánægðir. Þá kom í ljós að hlutfall þeirra nemenda sem eru í áskrift er minnst í 10. bekk og næstminnst í 9. bekk, og að flestir þeirra sem eru ekki í áskrift eru það vegna þess að þeir ákveða það sjálfir. Ástæðan fyrir því að nemendur eru ekki í áskrift er í flestum tilvikum sú að þeir eru óánægðir með matinn. Algengt var að kvartað væri undan því að fiskur væri of oft í matinn og að matur væri í of miklum mæli tilbúinn. Aðrar athugasemdir sem komu fram hjá nemendunum voru meðal annars að stundum væru hár í matnum, hnífapör og glös væru ekki ávallt hrein, matur væri stundum ofsoðinn, grænmeti oft gamalt, matseðillinn of einhæfur, starfsfólk mætti vera kurteisara, að stundum sé of kalt í salnum, einungis sé boðið upp á vatn með matnum, að verð sé of hátt og að ekki megi alltaf fá sér ábót á matinn. Ekki eru bara nefndar aðfinnslur heldur nefna nemendur einnig hvaða réttir þeim þykja góðir, og eru sumir ánægðir með allt.

Af þeim 136 nemendum sem ekki er skráður í mötuneyti skólans eru 55 ekki skráðir vegna þess hve verðið er hátt, 30 eru ekki skráðir vegna þess að matseðillinn þykir ekki nógu góður, 39 vegna þess að nemandinn vill það einfaldlega ekki og 12 af öðrum ástæðum.

Í síðastnefndu könnuninni, sem var gerð meðal foreldra nemenda í verðandi 1. bekk og þáverandi 1.-3. bekk vorið áður en mötuneytið opnaði, kom í ljós að 60% foreldra vildu hafa matartíma yngstu barnanna innan skólatímans. Um 44% nemenda vildi hafa matartíma eftir skólatíma eða tók ekki afstöðu. 110 foreldrar tóku þátt í þessari könnun.

Matseðill mötuneytis Grunnskólans á Ísafirði var hannaður í samráði við næringarráðgjafa og eftir stöðlum Lýðheilsustofnunar. Gert er ráð fyrir að nemendur fái einn þriðja af ráðlögðum dagsskammti næringarefna yfir skóladaginn. Mötuneytið var opnað þann 3. október síðastliðinn og er það rekið af SKG veitingum samkvæmt samningi við bæjaryfirvöld.

Í lokaorðum skýrslunnar segir meðal annars að niðurstöður könnunarinnar hjálpi eflaust til við að bæta enn umgjörð og þjónustu mötuneytisins. „Hafa ber í huga að ekki er hefð fyrir rekstri mötuneytis í skólanum, þessa mánuði sem liðnir eru síðan mötuneytið tók til starfa má líta á sem nokkurs konar reynslutíma. Greinilegt er að foreldrar og nemendur eru óánægðir með ákveðna þætti, þá þætti þarf að skoða og bregðast við með eðlilegum hætti. Að lokum má geta þess að nauðsynlegt er að auka þátttöku nemenda í mötuneytinu, ekki síst þeirra eldri, í sumum skólum er þátttakan á bilinu 90-100%. Æskilegt er að setja sér framsækin en samt raunhæf markmið, t.d. að stefna að því að auka notkunina um 10 prósentustig á milli ára þar til t.d. 90% markinu er náð. Til þess að svo megi verða þarf að taka tillit til umkvartana og meta stöðuna reglulega.“

eirikur@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli