Frétt

Sigurður Jónsson | 07.03.2006 | 13:25Enn um vegagerð...

Sigurður Jónsson.
Sigurður Jónsson.
Guðni Einarsson er einn af þeim Vestfirðingum sem ég ber mesta virðingu fyrir. Hann bregst heldur ekki vonum mínum og kemur með gott innlegg í umræðuna um vegagerð í Jökulfjörðum og Hornströndum. Ábendingu um að anda nú með nefinu og koma umræðunni niður á hófstillt plan tek ég til mín. Það er áreiðanlega rétt hjá Guðna að menn hafa látið reita sig of auðveldlega til reiði í þessu máli. Það er líka rétt hjá Guðna að auðvitað snýst þetta mál allt um VEGAGERÐ. Þetta snýst ekki um varnir gegn landbroti eða trjárækt einstakra landeigenda. Þetta snýst einfaldlega fyrst og síðast um stefnumörkun um vegasamgöngur um Jökulfirði og Hornstrandir og ríkisstyrkta vegagerð.

Guðni er auðvitað ekki einn um að vilja keyra í Jökulfirði. Nokkrir ættingjar mínir og vinir hafa haft sömu rök og spurt mig af hverju ferðalög um þessi svæði þurfi að vera einkamál íþróttaálfa. Ég ætla hér að fara aðeins yfir mín rök varðandi það að halda þessu svæði bílvegalausu.

Við Vestfirðingar erum ákaflega heppnir að eiga fallega náttúru. En hún er ekki til spari, fólk á að ferðast um hana og njóta hennar á fjölbreyttan hátt. Og það sem er svo ansi magnað með Vestfirði, og í raun sérstakt miðað við öll önnur svæði á Íslandi, er að menn geta valið svolítið hvernig þessara svæða er notið.

Sem betur fer eru víðast hvar vegir og menn geta keyrt um stórkostleg svæði og upplifað fegurð þeirra án þess að ganga eitt skref. Þetta gildir um nánast allan Breiðafjörð, Barðaströnd og Látrabjarg. Einnig stærstan hluta Vesturfjarðanna og allt Ísafjarðardjúp. Þarna eru stór svæði sem því miður eru nánast óbyggð en búa yfir mikilli náttúrufegurð og því að mörgu leiti sambærileg við Jökulfirði og Hornstrandir. Með því að keyra frá Hólmavík og norður í Ingólfsfjörð er einnig hægt að njóta þess landslags án þess að stíga útúr jeppanum. Víða um Vestfirði eru líka náttúruperlur sem aðgengilegar eru á öllum venjulegum ökutækjum, þó þær séu ekki í alfaraleið. Þetta eru staðir eins og Rauðasandur, Selárdalur, Lokinhamrar, Ingjaldssandur, Skálavík, Kaldalón, Unaðsdalur og fleiri og fleiri. Þarna geta menn oftast verið einir með sjálfum sér, þó þeir komi akandi á bíl.

Síðan höfum við mestu sérstöðu Vestfjarða sem eru svæði sem eru aðeins aðgengileg á báti eða gangandi. Þarna eru eyjar á Breiðafirði og í Ísafjarðardjúpi ásamt öllu svæðinu frá Unaðsdal í Djúpi og hringinn norður í Ingólfsfjörð á Ströndum. En það þýðir samt ekki að þessi svæði séu ekki aðgengileg eða menn þurfi einhverja sérstaka gönguþjálfun til að geta notið þeirra. Hafsteinn og Kiddý þjóna Ísafjarðardjúpi, Jökulfjörðum og hluta af Hornströndum. Þau eru núna með þrjá báta, þar af tvö stór, mjög þægileg og örugg skip. Það vita þeir sem reynt hafa að engum er vorkunn að ferðast með þeim og getur hver sem er auðveldlega komist í návígi við náttúruperlur þessara svæða. Einnig stunda aðrir aðilar til dæmis siglingar í Grunnavík. Reimar Vilmundarson siglir síðan norður Strandir á nýju og þægilegu skipi. Gistiaðstaða í húsum er á Hornbjargsvita, í Bolungarvík, á Hesteyri og í Grunnavík. Það er því af og frá að Jökulfirðir og Hornstrandir séu á einhvern hátt lokuð svæði fyrir fólk sem ekki kærir sig um að ganga.

Ég hef engan áhuga á að takmarka umferð fólks um Jökulfirði og Hornstrandir. Þvert á móti hefur mér fundist að núverandi reglur um friðlandið séu full strangar. Mér finnst sjálfsagt að leyfa fólki að laga til gistiaðstöðu á völdum stöðum eins og í raun hefur verið byrjað á. Einnig sé ég ekki ástæðu til þess að menn þurfi að tilkynna um ferðir sínar um svæðið á ákveðnum árstímum.

Ég held að mestu verðmæti fyrir Vestfirðinga alla muni felast í því til lengri tíma að geta boðið uppá fjölbreytta möguleika á nýtingu náttúruauðlinda. Við eigum að geta boðið ferðamönnum uppá það að ferðast annaðhvort akandi, siglandi, fljúgandi eða gangandi. Því er ég jafn sannfærður og áður um það að Jökulfirðir og Hornstrandir eigi áfram að vera laus við alla vegagerð og umferð vélknúinna ökutækja. Þetta getur heldur ekki verið spurning um að halda ‘hálfum’ vegi... annaðhvort er þarna vegur og öll umferð leyfð eða núverandi vegur verður fjarlægður fullkomlega, eins og áður var ákveðið.

Sigurður Jónsson,
Hlíðarvegi 38, Ísafirði.


bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli