Frétt

| 06.12.2001 | 17:01Steypt yfir öruggustu tölvumiðstöð landsins

Jólaleg mynd frá steypuvinnu í snjókomu undir rökkur í dag (steypumaðurinn hefði eiginlega átt að vera með rauða skotthúfu og hvítt síðskegg).
Jólaleg mynd frá steypuvinnu í snjókomu undir rökkur í dag (steypumaðurinn hefði eiginlega átt að vera með rauða skotthúfu og hvítt síðskegg).
Þrátt fyrir snjókomu og desembermánuð er í dag verið að steypa sérstaka eldtrausta öryggisbyggingu fyrir internetbúnaðinn hjá Tölvuþjónustunni Snerpu á Ísafirði. Með tilkomu þessarar viðbyggingar, ásamt sjálfvirkri ljósavél sem þegar er til staðar, auk þess sem á Ísafirði er hvorki hætta á jarðskjálftum né eldgosum, má ætla að Snerpa verði með meira rekstraröryggi en nokkur önnur internetþjónusta á landinu. „Með þessu eigum við líka auðveldara með að afla okkur aukinna verkefna, t.d. frá ríkinu, þar sem gerðar eru ströngustu kröfur um rekstraröryggi“, segir Björn Davíðsson kerfisstjóri hjá Snerpu.
Snerpa er til húsa við Mánagötuna á eyrinni á Ísafirði en nýja tækjabyggingin er á milli Mánagötu og Mjallargötu. Varðandi öryggi fyrir náttúruhamförum má bæta því við, að á Skutulsfjarðareyri er heldur engin ofanflóðahætta. Það eina frá náttúrunnar hendi sem virðist geta ógnað þessum stað væri hækkandi sjávarstaða vegna gróðurhúsaáhrifa og bráðnunar íshvelanna á heimskautasvæðunum. Hins vegar má telja ólíklegt að Björn þurfi að gera sérstakar ráðstafanir vegna þeirra hluta fyrir en eftir eitt til tvö hundruð ár eða svo.

„Eftir því sem ég veit best erum við eina netþjónustan á landinu sem hefur sérstaka ljósavél“, segir Björn. Það tekur vélina um fjórar sekúndur að fara í gang ef rafmagnið frá Orkubúinu bregst en það er skemmri tími en t.d. hjá varaaflstöðvum á sjúkrahúsum. Björn segir, að nýja byggingin eigi einnig að koma Snerpu til góða hvað varðar hýsingu tölvugagna sem tengjast ekki beinlínis internetþjónustu.

Tölvuþjónustan Snerpa er gamalt fyrirtæki á mælikvarða slíks rekstrar og hefur alla tíð verið í fararbroddi á sínum sviðum. Þannig hefur Snerpa um árabil verið með traustustu veiruvarnir sem völ er á og uppfært þær samstundis eftir því sem nýjar veirur og nýir ormar hafa komið fram. Allur netpóstur viðskiptavina fyrirtækisins er skannaður gagnvart slíku. Sjálfvirkur búnaður hefur hreinsað úr hinar algengari veirur og orma en alvarlega sýktur póstur hefur verið tekinn til hliðar og tilkynningar sendar til sendanda og viðtakanda. Þessa dagana er Snerpa hins vegar að taka upp algera hreinsun á öllum slíkum ófögnuði. Einnig eru nokkur ár síðan Snerpa tók í notkun síubúnað (svokallaðar klámsíur) sem stærri fyrirtæki hafa verið að kynna sem nýjung á síðustu vikum.

Verktakafyrirtækið Eiríkur og Einar Valur hf. á Ísafirði annast byggingu nýja tækjahússins hjá Snerpu. Verkinu á að vera lokið fyrir jól. Allar síma- og ljósleiðaralagnir verða teknar þar beint inn en ekki inn í aðalbyggingu fyrirtækisins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli