Frétt

bb.is | 06.03.2006 | 11:58Vill vegtengingu frá Bolungarvík til Súðavíkur

Soffía Vagnsdóttir segir að ef þessi framkvæmd tekst gætu Vestfirðingar orðið sólarmegin í lífinu.
Soffía Vagnsdóttir segir að ef þessi framkvæmd tekst gætu Vestfirðingar orðið sólarmegin í lífinu.
Soffía Vagnsdóttir bæjarfulltrúi í Bolungarvík hvetur Vestfirðinga sem og Íslendinga alla til að sameinast um að berjast fyrir bættum samgöngum með því að fá vegtengingu frá Syðridal í Bolungarvík til Tungudals í Skutulsfirði. Bendir hún á skrif Steinþórs Bragasonar á bb.is því til stuðnings í pistli sínum sem hún sendi vefnum og fylgir hér í heild sinni: „Steinþór Bragason nemi í Danmörku heldur áfram baráttunni með heimamönnum um bættar samgöngur milli staðanna við Djúp. Í grein sinni á www.bb.is gefur hann lesendum tækifæri til að kynna sér flestar þær leiðir sem rætt hefur verið um í tengingu Súðavíkur og Bolungarvíkur við höfuðstað Vestfjarða. Það mætti enn spyrja sig hvers vegna Vegagerðin hefur ekki farið í slíka vinnu og kynnt hana almenningi. En Steinþór er óþreytandi við að afla upplýsinga færustu sérfræðinga og búa til reiknilíkön til að styðjast við og hefur komist að niðurstöðu um bestu lausnina og rökstyður hana vel í grein sinni.

Nú hafa rannsóknarboranir staðið yfir á Óshlíð um nokkurt skeið og margir bíða spenntir eftir niðurstöðum þeirra. Niðurstöðurnar munu ekki breyta þeirri staðföstu trú minni að með áframhaldandi vegsamgöngum um Óshlíð verði dagar Bolungarvíkur taldir með enn frekari fækkun íbúa og tapaðri tiltrú á framtíðarbúsetu, a.m.k. sem áhugaverðs búsetukosts fyrir ungt fólk sem vill byggja sér framtíð. Mín kynslóð mun að minnsta kosti ekki fá að njóta þess því það hefur verið ljóst af orðum æðstu ráðamanna að þeim framkvæmdum á Óshlíð sem unnið er að samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum mun ekki verða lokið fyrr en eftir áratugi.

Í grein sinni fer Steinþór ítarlega yfir flestar þær leiðir sem í umræðunni hafa verið og rökstyður hvers vegna hann telur að leiðin Syðridalur – Tungudalur sé hagkvæmust. Ég hvet íbúa svæðisins og Íslendinga alla til að kynna sér þær upplýsingar og útreikninga sem Steinþór hefur safnað saman á heimasíðu sinni www.steinthor.com. Það er afar mikilvægt að ALLIR sem búa hér átti sig á mikilvægi málsins fyrir svæðið allt og standi saman um að hafa áhrif á þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum. Með öruggri vegtengingu Bolungarvíkur, Súðavíkur, Flateyrar, Suðureyrar og Þingeyrar við höfuðstaðinn Ísafjörð verður til framtíðarsýn fyrir svæðið allt sem byggir á samstöðu íbúanna allra og uppbyggingu sem hefst úr grasrót þeirra. Um leið gefur það þeim sem hafa heimþrá vestur eða langar til að prófa búsetu á svæðinu tækifæri til að móta nýja framtíð með okkur sem búum hér enn. Vestfirðir hafa sérstöðu á margan hátt en Vestfirðingar, þó sérstakir séu, eru Íslendingar og eiga sama rétt til öruggra samgangna í sínu daglega lífi og aðrir landsmenn. Nægilega hafa þeir skaffað í þjóðarbúið í gegnum tíðina til þess.

Nú ríður einfaldlega á að við SAMEINUMST um eina leið frá Bolungarvík til Ísafjarðar og áfram til Súðavíkur. Það vegur æ meir að þessar samgöngubætur verði gerðar í einni framkvæmd.

Ráðherrann vil einróma kór!

Þegar við hlustum á fréttir og umfjöllun um álver á norður- og suðurlandi, breikkun vega, göng undir Vaðlaheiði, tónlistarhöll, - semsagt framkvæmdir á flestum stöðum á landinu öðrum en Vestfjörðum þá verður að spyrja; er ekki fyrir löngu kominn tími á Vestfirði að fá fjármagn til lágmarksframkvæmda? Gleðilegar fréttir af auknum áhuga á byggingarlóðum á Ísafirði vekja von um bjarta framtíð, en fjarðarbotninn er fljótur að fyllast og þá þarf meira byggingarland. Það er í Bolungarvík.

Ég hvet íbúa allra byggðanna á norðanverðum Vestfjörðum til að taka nú höndum saman með Bolvíkingum og sameinast um leiðina Syðridalur – Tungudalur (nákvæm staðsetning er að sjálfsögðu í höndum sérfræðinga) og svo áfram til Súðavíkur. Það var krafa forsætisráðherra á fundi sem undirrituð átti með honum ásamt fleiri bæjarfulltrúum fyrr í vetur að fara heim og stilla kórinn, að þegar vestfirski kórinn hætti að vera hjáróma heldur hljómaði einni röddu þá væri ráðherrann tilbúinn að hlusta“, segir Soffía Vagnsdóttir í grein sinni.

thelma@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli