Frétt

mbl.is | 02.03.2006 | 16:46Gorbatsjof sakar Bandaríkjamenn um hroka

Mikhaíl Gorbatsjof.
Mikhaíl Gorbatsjof.
Mikhaíl Gorbatsjof, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, gagnrýnir yfirvöld í Bandaríkjunum fyrir að láta það tækifæri sem gafst til að gera heiminn öruggari í kjölfar hruns Sovétríkjanna úr greipum sér ganga. Sagði hann að endalok kalda stríðsins hafi verið sem gjöf sem Bandaríkjunum hafi verið gefin en að í stað þess að nýta sér þetta hafi það einungis aukið á hroka þeirra og einstrengingshátt. Þá segir Gorbatsjof erfiðara að greiða úr geðflækjum sigurvegara en þess sem þjáist af minnimáttarkennd, þar sem viðkomandi eigi erfiðara með að komast yfir flækjurnar.

Gorbatsjof heldur nú upp á 75 ára afmæli sitt en hann er enn eftirsóttur fyrirlesari víða um heim og er m.a. væntanlegur á ráðstefnu hér á landi í haust. Hann nýtur töluverðrar virðingar á alþjóðavettvangi og samskipti hans við ráðamenn í Rússlandi hafa batnað mikið í forsetatíð Vladímírs Pútíns. Fram til þessa hefur hann þó notið lítilla vinsælda í Rússlandi þar sem margir líta svo á að hann hafi vísvitandi grafið undan Sovétríkjunum og í forsetakosningunum árið 1996 hlaut hann einungis 1% atkvæða.

Anatolí Utkin, sérfræðingur við rússneska rannsóknarstofnun í bandarískum og kanadískum fræðum, gagnrýnir t.d. Gorbatsjof í nýlegri blaðagrein fyrir að fallast á fækkun kjarnaodda og sameiningu Þýskalands án þess að fá nokkuð í staðinn frá Vesturveldunum. „Gorbatsjof þekkti ekki Vesturlönd og Vesturlönd treystu ekki heiðarleika hans og notfærðu sér hann,” segir Utkin m.a. í greininni.

Það þykir einnig varpa skugga á feril Gorbatsjofs hvernig stjórn hans brást við kjarnorkuslysinu í Tsjernóbíl í apríl árið 1986, en ekki var greint frá slysinu fyrr en geislavirkni frá Tsjernóbíl mældist í Svíþjóð.

Þótt Gorbatsjof sé orðinn nokkuð aldurhniginn er hann enn fullur af lífsþrótti og virðist njóta lífsins. Hann segist sjaldan lesa skáldsögur en les mikið af bókum um sagnfræði, heimspeki og stjórnmálafræði. Hann segist einnig horfa mikið á kvikmyndir, aðallega í sjónvarpi. Hann sé orðinn leiður á bandarískum stórmyndum og velji nú helst rússneskar myndir.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli