Frétt

hugsjonir.is – Davíð Örn Jónsson | 02.03.2006 | 14:09Fóstureyðingar og nýsköpunarverðlaun

Davíð Örn Jónsson.
Davíð Örn Jónsson.
Ég hef ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með fréttum nýverið en tókst engu að síður að taka eftir tveimur málum sem mér fannst nokkuð merkileg. Ég varð til dæmis feykilega ánægður með fréttir sem bárust frá Suður Dakóta fylki í Bandaríkjunum en á fylkisþinginu er búið að leggja fram lagafrumvarp sem banna fóstureyðingar nema líf móðurinnar liggi við. Almennt séð er ég á móti lögum sem löggjafinn setur, tel þau vera slæm vegna þess að þau íþyngja okkur, fólkinu í landinu. Þó eru sum lög nauðsynleg þ.e. þau sem vernda mannréttindi, friðhelgi einkalífs o.s.frv..

Nú veit ég að einhverjir eru ekki sammála mér varðandi fóstureyðingar og þeir munu líklega benda mér á það að hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði lögum um bann á fóstureyðingum á grundvelli friðhelgi einkalífs kvenna. Hvað um rétt föðurs? Hvað um rétt barnsins? Almenna reglan á Íslandi í dag er sú að fóstureyðingar séu bannaðar, þó eru þrjár undantekningar sem heimili í raun hvaða fóstureyðingu sem er. Stærsta undantekningin er sú af félagslegum ástæðum, þar með verða afsakanir eins og “Ég er ekki tilbúinn til að verða foreldri”, “Ég á ekki nógan pening til að eignast barn” og fleiri, undantekning frá hinni almennu reglu um að fóstureyðing sé ólögleg. Réttur barnsins til lífs er greinilega lítils virði og ábyrgð einstaklingsins engin.

Fylgismenn frumvarpsins í Suður Dakóta eru sagðir bjartsýnir á að lögin eigi eftir að hljóta samþykki, ekki aðeins fylkisþingsins heldur einnig hæstaréttar Bandaríkjanna. Þessum fréttum ber að fagna.

Hin fréttin sem ég tók eftir var umræða um nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Þvílík ekkifrétt hefur ekki birst í langan tíma. Svo virðist sem einhverjir einstaklingar (og við vitum öll hvaða einstaklingar), harmi það að engin kona hafi hlotið nýsköpunarverðlaunin. Hvers vegna Femínistafélagið og allur þeirra boðskapur fær alltaf inni í öllum fréttatímum er mér með öllu óskiljanlegt. Væri þetta frétt hefðu einungis konur verið tilnefndar? Það er e.t.v. kominn tími til að aðgreina svona verðlaun rétt eins og gert er í íþróttum, nýsköpunarverðlaun karla og nýsköpunarverðlaun kvenna. Það væri líklega best enda gætu konur þá engum um kennt ef gengi þeirra væri verra.

Að lokum vil ég benda fólki á ágæta grein eftir Hlyn Jónsson um fóstureyðingar

Davíð Örn Jónsson, ritstjóri hugsjonir.is


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli