Frétt

mbl.is | 01.03.2006 | 15:19Hagkvæmni nýs 250.000 tonna álvers á Bakka við Húsavík verur könnuð

Bandaríska fyrirtækið Alcoa Corp. og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010. Í tilkynningu kemur fram að samningurinn fylgir í kjölfar þeirrar ákvörðunar Alcoa að velja Bakka við Húsavík fyrir byggingu hugsanlegs álvers eftir samanburðarrannsóknir milli þeirra staða sem komu til greina á Norðurlandi. Aðrir staðir sem einnig voru skoðaðir gaumgæfilega voru Brimnes í Skagafirði og Dysnes í Eyjafirði. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil samanburðarrannsókn hefur verið gerð fyrir opnum tjöldum hérlendis í aðdraganda staðarvals fyrir stóriðju.

Ráðgjafanefnd um staðarval var skipuð fulltrúum sveitarfélaganna þriggja sem valið stóð um, Invest in Iceland-skrifstofunnar og Alcoa. Nefndin leitaði álits færustu sérfræðinga og lagði jafnframt til grundvallar endanlegu staðarvali mat á efnahags-, samfélags- og umhverfisþáttum.

Við ákvörðunina var horft til jarðfræði og vistfræði umræddra svæða, landfræðilegra aðstæðna, hugsanlegra fornleifa, veðurfars, siglingarleiða og hafnaraðstæðna svo og orkuframleiðslu, orkuflutnings og almennra samgangna. Ennfremur var lagt mat á samfélagsleg og efnahagsleg áhrif, svo sem íbúasamsetningu viðkomandi sveitarfélaga, vinnumarkað og áhuga íbúa á hugsanlegum framkvæmdum.

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði á fréttamannafundi í New York í dag, að staðarvalið væri mikilvægur áfangi í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.

„Það er okkur nauðsynlegt að virkja þá hreinu og endurnýtanlegu orku sem landið býr yfir til þess að styrkja efnahagslíf einstakra landshluta og þjóðarinnar um leið. Álframleiðsla er stöðug og sjálfbær atvinnugrein sem skilar þjóðinni ávinningi til framtíðar. Í því tilliti nægir okkur að horfa til reynslunnar frá SV-horninu. Við byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hefur atvinnulíf á Austfjörðum gengið í endurnýjun lífdaga. Við þurfum sambærilega þróun á Norðurlandi,” sagði ráðherra.

Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa Corporation, sagði á fundinum í dag, að forsvarsmenn fyrirtækisins væru stoltir af því að hafa verið fyrsti valkostur íslenskra stjórnvalda þegar kom að því að velja samstarfsaðila við undirbúningsrannsóknir fyrir nýtt, hugsanlegt álver á Norðurlandi.

„Það hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um byggingu álvers. En þetta gæti hugsanlega orðið fyrsta álverið í heiminum sem knúið er rafmagni framleiddu með jarðvarmaorku. Það er margt sem þarf að athuga gaumgæfilega áður en ákvörðun verður tekin um byggingu álvers, sérstaklega hvað varðar afhendingu orku til framleiðslunnar og verð á henni. Hér er hins vegar einstakt tækifæri fyrir Alcoa til að treysta böndin við íslensk stjórnvöld og íbúa landsins,” sagði Reitan.

Í máli hans kom einnig fram að Ísland væri ákjósanlegt fyrir Alcoa. Viðskiptaumhverfi væri væri opið og gegnsætt, þjóðin treysti Alcoa til þess að vinna í anda sjálfbærrar þróunar, sveitarstjórnir fögnuðu ábyrgri uppbyggingu og að á Íslandi væri vel menntað vinnuafl. „Okkur finnst við velkomnir á Íslandi,” sagði Reitan.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli