Frétt

| 05.12.2001 | 15:14Matseðillinn, trúarbrögðin og fjölmenning!

Við Vestfirðingar erum lánsamir, því þrátt fyrir að margir kjósi að yfirgefa fjórðunginn koma aðrir í staðinn. Óvíða á Íslandi hefur fólk af útlendum uppruna fremur valið sér búsetu, að Reykjavík frátalinni. Á Vestfjörðum býr fólk af þjóðerni um það bil fjörutíu þjóða. Reynslan af þessum nýju íbúum, sem stundum eru nefndir nýbúar, er góð. Vestfirðingar eru ánægðir með þá staðreynd að menning fjórðungsins er nú ofin saman af mörgum og fjölbreyttum þáttum. Við fáum áhrif frá öðrum þjóðum, annars konar og ný viðhorf, sem auðga þá menningu er fyrir þrífst og á rætur sínar í harðgerri en ótrúlega umsvifamikilli fortíð. Angar þeirra róta sem vestfirskar teljast teygja sig víða. Þann arf ber að sjálfsögðu að varðveita og gæta vel. Engin þjóð, ekkert ríki, getur leyft sér að hyggja ekki að fortíð sinni. Þangað er oft að sækja drýgstu undirstöðuna undir nútíð og ekki síður framtíð.

Allt ber þó að skoða og gá sérstaklega að því að greina arfinn og menninguna í samhengi. Það verður ekki gert án þess að horfa til framtíðar og skapa sér skynsamlega mynd af því sem kann að bíða samfélagsins er byggir Ísland og tekur nú örari breytingum en nokkru sinni fyrr. Við þá skoðun skal því ekki gleymt að ef til vill hafa kvikmyndir og tónlist, hvort tveggja flutt inn frá útlöndum, haft meiri áhrif en margir virðast vilja gera sér grein fyrir. Kvikmyndaborgin Hollywood í Bandaríkjum Norður-Ameríku á þar drjúgan þátt að máli. Bæði fyrir áhrif kvikmynda, einkum þaðan og reyndar víðar að, og ekki síður fyrir áhrif vinsældatónlistar, hefur smekkur ungra Íslendinga breyst verulega. Ef litið væri eina öld aftur, þá myndu forfeður okkar verða orðlausir yfir smekk og hegðun afkomendanna.

Ísafjörður var eins konar menningarborg á þeim tíma með bein tengsl við umheiminn og alþjóðlega strauma í menningu og listum, að ógleymdu atvinnulífinu. Enn nýtur höfuðstaður Vestfjarða góðs af þessum áhrifum. Þar er ef til vill að finna hluta skýringarinnar á því hve vel útlendingum er tekið á Vestfjörðum.

Fyrir góðan skilning og stuðning alþingismanna og ekki síst Páls Péturssonar félagsmálaráðherra var á Ísafirði sett á fót Fjölmenningarsetur á þessu ári. Það er viðurkenning á því ágæta starfi sem hér hefur verið unnið og er þar fyrst að geta starfs Róta, einkum hinna vel heppnuðu Þjóðahátíða. Nú er svo komið að verðugt verkefni Fjölmenningarsetursins er komið upp. Svo einkennilega sem það kann að hljóma snýr það að matseðlum barna í grunnskólum. Skólastjóri Austurbæjarskólans í Reykjavík ákvað að taka svínakjöt af matseðli skólans af þeirri ástæðu að í skólanum kynnu að vera börn sem vegna trúarbragða sinna mættu ekki neyta svínakjöts.

Þessi ákvörðun er vafalaust tekin af góðum hug. Hún er hins vegar í algerri andstöðu við hið fjölmenningarlega samfélag sem er að festa rætur á Íslandi. Verstu áhrif hennar gætu orðið þau að ýta undir andúð á íbúum af erlendum uppruna og kynda þannig undir kynþáttahatri hugsunarlítilla Íslendinga, sem eiga sér dýpri rætur á Íslandi. Fáum frekar fjölmenningarlegan matseðil, sem tekur tillit til þarfa allra. Annars gæti farið illa.


bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli