Frétt

Stakkur 9. tbl. 2006 | 01.03.2006 | 12:00Kaflaskipti í MÍ

Kaflaskipti urðu í því ferli deilumála, sem skekið hafa Menntaskólann á Ísafirði undanfarin ár á laugardaginn. Ólína Þorvarðardóttir skólameistari hefur ákveðið að leita ekki skipunar að nýju til næstu 5 ára. Hennar afskiptum af Mentaskólanum lýkur hinn 31. júlí á komandi sumri. Athyglisvert er að lesa yfirlýsingu hennar. Draga þá ályktun að hún telji sig eiga óvini innan skólans. Ef til vill er það rétt. Vert er að minnast þess að hún var eini umsækjandinn um stöðu skólameistara eftir að Ásgerður Bergsdóttir dró umsókn sína til baka að sögn undir þrýstingi meðal annars frá einstökum fulltrúum í skólanefnd.

Ljóst er að mikið hefur gengið á innan Menntaskólans á Ísafirði. Þrátt fyrir að nú sé svo komið að skólameistari gangi frá skólanum, er óvíst að vandræði séu að baki. Erfitt er að rýna í atburði, en mörgu skýtur upp í hugann af þessu tilefni. Almennt virtist því fagnað afar vel af mörgum þegar Ólína var skipuð árið 2001 og tók til starfa 1. ágúst sama ár. Margir vildu ólmir fá Ólínu til Ísafjarðar enda þjóðþekkt kona sem búið hafði á Ísafirði hluta þess tíma er faðir hennar var sýslumaður Ísfirðinga í nærri áratug. Forveri hennar Björn Teitsson gegndi embættinu í 22 ár frá 1979 til 2001 og tókst á við ýmsan erfiðan vanda. Kennarar voru ekki allir verið sáttir við Björn. En hann stóð af sér óveðrin og fór frá MÍ í friði og skildi eftir sig gott bú. Þrek og vilji til að vinna skólanum af alefli er þakkarvert.

Margir sjá tilurð og stofnun MÍ í hillingum og telja ekkert geta gengið nema að endurtaka Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndísi Schram. Löngu er tímabært að átta sig á því að mikil og erfið vinna er að halda úti framhaldsskóla, ekki síst á Vestfjörðum enda ráðgjafar um skólahaldið fleiri en nemendur, kennarar og starfsfólk til samans, jafnvel margfalt fjölmennari. Líta verður fram á veginn og allir verða að vera samtaka.

Sá er skipar embætti skólameistara þarf að búa yfir mörgum góðum kostum, svo sem lipurð, sáttfýsi og lagni, er duga þó ekki ein saman frekar en menntun úr háskóla. Ef til vill er svo komið að hinar faglegu kröfur um kunnáttu í fræðigreinum, er kenndar eru í skólum duga engan veginn til að stýra þeim. Stjórnun er sérstök fræðigrein sem kennd er í háskólum. Hennar kann að vera meiri þörf en kunnáttu í landafræði, sögu og stærðfræði svo fátt eitt sé nefnt. Er til kastanna kemur skiptir færni í mannlegum samskiptum mestu.

Virðing fyrir sjálfum sér, samstarfsmönnum og nemendum er ómetanlegur kostur, enda skólinn til fyrir þá fyrst og fremst. Því má ekki gleyma í uppbyggingarstarfinu er nú bíður.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli