Frétt

Leiðari 9. tbl. 2006 | 01.03.2006 | 11:58Málið er í athugun

Ungur maður grípur til pennans, sem af mörgum er talinn eitt skæðasta vopnið sem maðurinn hefur yfir að ráða og spyr: Eiga amma og afi þetta skilið? Ráðalaus upplifir hann þunglyndi og einmanaleik afa síns og ömmu vegna þeirra aðstæðna er þau búa við. Heilsufari þeirra er misháttað; afinn getur ekki lengur búið heima hjá sér og er á hjúkrunarheimli; konan er ekki nógu veik til að fá þar inni og situr eftir heima; engin stofnun þar sem unnt er að leysa sameiginlegan vanda þeirra er fyrir hendi; þeim er stíðað í sundur og gráta hvort í sínu horni. Ungi maðurinn og fjölskylda hans eru ekki ein um ráðaleysið. Ráðamenn einnar ríkustu þjóðar heims, að okkur er sagt, standa ráðþrota. Hvers vegna hafa margir spurt? Hefur áhuginn um of beinst að öðru?

,,Auðvitað kostar það peninga (að skapa gamla fólkinu mannsæmandi lífskjör, innsk.bb) og yfirvöld hafa ekki aðgang að ótakmörkuðu magni af peningum. Samt hefur tekist að samþykkja að eyða ómældu magni af fjármunum í fokdýr tónlistarhús, íþróttahallir, snobbverkefni, úrelt landbúnaðarkerfi, jarðgöng og hátæknisjúkrahús (sem óljós þörf er fyrir) svo fátt eitt sé nefnt,“ segir ungi maðurinn og bætir við: ,,Vandi stjórnmálamanna er að velja og hafna.“

Biturleiki unga mannsins er skiljanlegur. Ríku þjóðina skortir ekki fjármagn til þeirra hluta, sem taldir eru gefa eitthvað í aðra hönd; sem taldir eru líklegir til vinsælda. Þótt gamla fólkið hafi atkvæðisrétt á kjördegi þá vita menn af langri reynslu að þar fer hópur sem ólst ekki upp við kröfugerð fyrir eigið skinn; barátta þess beindist að því að rífa sig upp úr eymd og volæði og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Sjálft sat það lengst af á hakanum og situr enn, margt hvert.

Eflaust er hægt að sannfæra marga um að það sé ríkri þjóð til vegsemdar og það gangi í augu útlendra að státa af milljarðahöllum íþrótta- og hrossaakademía út um allar grundir; í sýningarferðum þar að lútandi er þó eins gott að flagga ekki um of hvernig þessi sama ríka þjóð býr hinum öldruðu ævikvöldið.

Er ekki dapurlegt til þess að hugsa að á sama tíma og ungur, ráðalaus maður fellir tár yfir aðskilaði afa og ömmu á síðustu æviárum þeirra, vegna þess að ekki eru til hjúkrunarheimili fyrir þau, skuli fólk allt til 70 ára aldurs þurfa að greiða skatt af ellilaunum sínum til Framkvæmdasjóðs aldraðra, sem um árabil hefur að verulegum hluta hefur verið nýttur til annarra hluta en honum var ætlað í upphafi? Til þeirra hluta dagaði málið ekki uppi í nefnd!

,,Stefna yfirvalda í garð gamla fólksins er háð vilja en ekki getu,“ segir ungi maðurinn og vill fá svör við því hvað stjórnvöld ætla að gera í málinu.

Málið er í athugun! Eigum við von á þessu svari?
s.h.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli