Frétt

bb.is | 28.02.2006 | 15:51Hótar málsókn verði ekkert að gert varðandi Langa Manga

Kvartanir hafa borist vegna veitingastaðarins Langa Manga.
Kvartanir hafa borist vegna veitingastaðarins Langa Manga.
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær var lagt fram nýtt bréf frá Erlingi Tryggvasyni, sem skrifar fyrir hönd íbúa við Aðalstræti, þar sem hann gerir grein fyrir ónæði af veitinga- og skemmtistaðnum Langa Manga við Aðalstræti 22. Segir í bréfinu að ekki sé lengur hægt að búa við ástandið, að liðlega fjórir mánuðir séu liðnir frá því að fyrst var rætt við bæjarstjóra en enn hafi ekkert gerst. Þá segir að við óbreytt ástand verðfalli íbúðir í nágrenni við Langa Manga þar sem að ekki fáist svefnfriður fyrir hávaðanum. Einnig kemur fram að bréfritari telji ekki að hægt sé að mæla hávaða í íbúðum í nágrenninu við hæsta mögulega hávaðastig, líkt og eigi að gera, nema með sviðsetningu. Þá óskar bréfritari eftir skriflegri útfærslu á þeirri aðgerð, hvað hún eigi að kosta og hver eigi að borga. Segir svo að að mati íbúa við Aðalstræti sé eldvörnum í Aðalstræti 22 ábótavant. Þá hótar bréfritari málsókn á hendur bænum, verði ekkert að gert.

Bréfið fer orðrétt hér á eftir:

„Þar sem komið er að endurnýjun á vín- og skemmtanaleyfi ásamt öðrum leyfum fyrir veitingastaðinn Langa Manga förum við íbúar við Aðalstræti fram á að bæjarráð endurskoði ákvörðun sína um þennan rekstur þar sem þið eruð umsagnaraðilar og veitið vínveitingaleyfi.

Við íbúar höfum sent bæjaryfirvöldum tvö bréf (31. október 2005 og 12. desember 2005), engin breyting hefur verið gerð af ykkar hálfu.

Við þetta er ekki hægt að búa lengur, liðlega 4 mánuðir eru liðnir frá því að byrjað var að tala við bæjarstjóra, fyrst munnlega og síðan skriflega en ekkert gerist.

Við teljum að verið sé að brjóta á okkur lög um fjöleignahús og lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæjar. Ef bæjaryfirvöld aðhafast ekkert í málinu sjáum við okkur ekki annað fært en að höfða mál á hendur Ísafjarðarbæ.

Með óbreyttum rekstri er verið að verðfella allar íbúðareignir í nágrenni við staðinn, þar sem hávaðinn frá skemmtistaðnum og drukknu fólki er slíkur að ekki er svefnfriður.

Ekki er hægt að hafa glugga opna að baka til við Aðalstræti 24 þegar logn er og verið er að elda og reykja á skemmtistaðnum vegna lyktar frá útblæstri staðarins, heilbrigðiseftirlit hefur sagt að leiða eigi útblástur staðarins upp fyrir þakbrún en ekki beint út úr vegg eins og það er nú, þetta atriði hafi yfirsést við úttekt á staðnum. [...]

Heilbrigðiseftirlit hefur tilkynnt að þeir eiga að mæla hávaða í íbúðum og inn á staðnum við mesta framkvæmanlega hávaðastig. Þetta teljum við ekki vera framkvæmanlegt nema með sviðsetningu. Óskað er eftir skriflegri útfærslu á þeirri aðgerð, hvað hún eigi að kosta og hver á að borga. Hvernig á að mæla hávaða frá drukknu fólki fyrir utan staðinn um nætur? Hver á að sjá um þrif á gangstéttum og götum eftir skemmtanahald?

Skemmtanahaldari hefur sagt það í bréfi til sýslumanns og bæjarráðs að það sé í verkahring bæjarins, er það svo? [...]

Í áðurnefndu bréfi skemmtanahaldara Langa Manga segir hann Aðalstræti 22 ekki vera fjöleignahús þar sem ekki er um sama hús að ræða og því geti lengjan frá Gamla Bakaríinu að ÁTVR ekki flokkast undir fjöleignahús.

Í lögum um fjöleignahús segir:

1. kafli. Gildissvið, skilgreiningar o.fl.

Hugtakið fjöleignahús.

1.gr.

...Fjöleignahús telst í lögum þessum hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra.
4. Raðhús og önnur sambyggð og samtengd hús, bæði eingöngu til íbúðar og að einhverju leyti eða öllu til annarra nota, allt eftir því sem við getur átt.


Af þessu má dæma að hús við Aðalstræti 24 og hús við Aðalstræti 22 flokkast undir fjöleignahúsalög og ætti því að fara eftir þeim.

Í 74. gr. þar sem fjallað er um húsreglur stendur:

2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl.7 að morgni...

Þær fullyrðingar sem fram koma í bréfi frá skemmtanahaldara Langa Manga um að húsið teljist ekki fjöleignahús falla því um sjálfar sig.

Að okkar mati eru eldvarnir í húsi Aðalstræti 22 með öllu ófullnægjandi. Bent hefur verið á að íbúar á efri hæðum fyrir ofan skemmtistaðinn hafa aðeins eina útgönguleið og er það niður stigagang. Þar sem reykingar eru leyfðar inn á staðnum og notast er við djúpsteikingarpotta teljum við að ef upp kæmi eldur í húsinu (sem er timburhús) þá ætti fólk á efri hæðum erfitt með flótta ef stigagangur skyldi lokast og yrði fólkið því augljóslega í mikilli hættu. Þetta hefur slökkvistjóra, lögreglustjóra, bæjarstjóra, sýslumanni og nokkrum bæjarfulltrúum verið bent á en ekkert gerist.

Fjölda kvartana/hringinga ber ekki að öllu leyti saman, þar sem ekki allt hefur verið skráð, auk þess sem lögregla hefur verið upptekin í öðrum verkefnum. Eftir okkar bestu vitund eru komnar yfir 20 kvartanir vegna staðarins.

Eftirlit með vínveitingahúsum bæjarins virðist vera mjög ábótavant ef lesið er úr könnun sem Vá Vesthópurinn lét gera þar sem fram kemur að 14% ungmenna í 10. bekk grunnskóla segist hafa stundum eða oft drukkið áfengi á skemmtistað.

Það er ósk okkar íbúa við Aðalstræti sem sendu ykkur bréf þann 12. desember 2005 að mál þetta fái skjóta og málefnalega umfjöllun og við afgreiðslumálsins verði horft til þess að farið verði að lögum sem í gildi eru. Óskað er eftir að skriflegt svar verði sent til undirritaðs sem fyrst.“

Undir bréfið skrifar, fyrir hönd íbúa, Erlingur Tryggvason. Það skal tekið fram að úr bréfinu voru fjarlægðar vísanir í myndir sem bb.is hefur ekki undir höndum, og eru þeir staðir auðkenndir með [..]. Þá skal einnig tekið fram að tilvísanir í lagagreinar eru bréfritara.

Hópur íbúa á Ísafirði hefur barist fyrir því að opnunartími Langa Manga verði ekki styttur, og var áskorun þess efnis, með undirskriftum 831 bæjarbúa, var afhent sýslumanninum á Ísafirði og staðgengli bæjarstjóra á föstudag.

eirikur@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli