Frétt

mbl.is | 27.02.2006 | 08:21Reykjavík lík bandarískum borgum

Fjöldi erlendra gesta hefur nú um helgina heimsótt landið í tengslum við alþjóðlegu matarhátíðina Food & Fun og á meðal þeirra er borgarstjóri höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington D.C., Anthony A. Williams. Williams kom hingað til lands fimmtudaginn síðastliðinn og sagði í samtali við Morgunblaðið að dagskrá hans hefði verið þéttriðin og hefði hann meðal annars hitt fjármála- og utanríkisráðherra, borgarstjóra Reykjavíkur ásamt öðrum opinberum embættismönnum auk þess sem hann heimsótti matvæladeild Menntaskólans í Kópavogi. Hann sagði að þetta væri fyrsta ferð sín til Íslands þó svo að hann hefði ætlað sér að koma áður til að veiða en sú ferð hefði því miður verið slegin af. Því hefði boð á hátíðina verið upplagt tækifæri til að heimsækja landið.

Auk þess að heimsækja opinbera embættismenn heimsótti Williams höfuðstöðvar Latabæjar hér á landi og sagði hann að sér hefði þótt það einkar ánægjulegt að sjá að ein af aðalpersónum Latabæjar væri borgarstjórinn. Hann sagði að Magnús Scheving væri ótrúlegur athafnamaður og frumkvöðull og auðséð væri að honum væri velferð barna ofarlega í huga. Hann hefði haft mikil áhrif á börn og framtak hans væri ótrúlegt afrek í útflutningi Íslendinga.

Williams sagðist hafa rætt mikið um einkavæðingu opinberra stofnana og fyrirtækja við hérlenda embættismenn og benti á að einkavæðing hefði verið mikilvægt skref í stjórnartíð hans. Eignarhald á Orkuveitu Reykjavíkur vakti áhuga Williams og sagði hann að einkafyrirtæki í eigu opinberra aðila væri mjög áhugavert rekstrarform á orkufyrirtækjum en þau orkufyrirtæki sem starfa í Washington eru í einkaeigu. Hann sagði einnig að aðferðir Íslendinga við orkuframleiðslu væru áhugaverðar og ættu orkufyrirtæki vestra að kynna sér þessa tækni en hann taldi að með góðri stjórnun væri mögulegt að innleiða tækni sem myndi leiða til lægra orkuverðs.

Williams sagði að í kvöldverði hjá utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, hefði aðalrétturinn verið íslenska lambið. Hann sagði að bragðið af lambinu væri einstakt og bætti við að oft væri ekki hægt að finna bragðmun á mismunandi kjöt- og fisktegundum en svo væri ekki með íslenska lambakjötið. Greinilegt væri að lömb hér á landi fengju gott og ferskt fæði sem skilaði sér í bragði kjötsins. Einnig minntist hann á annað hráefni sem hér væri framleitt og þar á meðal íslenska grænmetið sem væri einstaklega gott.

Aðspurður hvort hann sjálfur væri mikill kokkur sagðist hann hafa gaman af því að elda og hann eldaði talsvert heima hjá sér, þó svo að það væri ekkert í líkingu við það sem meistarakokkarnir á Food & Fun væru að matreiða en hann hefur farið víða um borgina til að bragða á réttum matreiðslumannanna sem nú eru hér á landi vegna hátíðarinnar. Honum þótti ánægjulegt að sjá matreiðslumenn frá Washington á hátíðinni og hafði hann meðal annars farið á milli veitingastaða eitt kvöldið og snætt forrétt á einum stað, aðalrétt á öðrum og eftirrétt á þeim þriðja til að upplifa hæfileika sem flestra matreiðslumannanna sem væru hér.

Á laugardeginum heimsótti Williams Bessastaði. Auk þess að hitta fyrir forseta Íslands hafði hann vonast til að fá að skoða fugla en aðspurður sagðist hann vera fuglaáhugamaður. Þó hefði ekki verið mikið að sjá þegar hann kom á Bessastaði enda hafði Ólafur Ragnar tjáð honum að flestir farfuglarnir væru á suðlægari slóðum og kæmu ekki fyrr en sumarið nálgaðist. Þó sá hann nokkrum fuglum bregða fyrir og minntist á það að hann sæi ekki betur en að íslenskar aðstæður væru kjörnar fyrir fugla.

Frá því að Williams var kjörinn borgarstjóri Washington D.C. árið 1999 hefur hann unnið að því að bæta fjárhag borgarinnar en áður var hann skipaður fjármálastjóri borgarinnar og leiddi einnig þingskipaða nefnd sem hafði það að markmiði að eyða fjárhagsörðugleikum borgarinnar og auka stöðugleika. Árangurinn lét ekki á sér standa og skilaði borgin 185 milljón dala afgangi, tveimur árum fyrr en áætlað var. Í kjölfar þess varð Williams mjög vinsæll í borginni og var kjörinn í embætti borgarstjóra ári síðar. Hann sagði að í þessari baráttu hefði hann lagt mikla áherslu á ferðamannaþjónustu og væri það vaxandi atvinnugrein í Washington, líkt og hér á landi og því væri kjörið að kynna sér aðstæður í Reykjavík, sem reyndar væri um margt lík bandarískum borgum.

Er hann var spurður hvaða líkindi mætti sjá benti hann á að borgin væri mjög bílvædd og þróun hennar væri einnig mjög svipuð og í bandarískum borgum, úthverfavæðingin ríkjandi á svipuðum tímabilum og í kjölfarið kæmi bílavæðingin. Hann bætti við að í seinni tíð væru borgir vestra að þéttast í elstu hverfunum líkt og sjá mætti hér á landi. Hann sæi einnig svipaða uppbyggingu við strendur landsins, áherslan á að byggja upp iðnað og athafnasvæði væri að minnka og íbúðar- og ferðamannasvæði væru að aukast við strandlengjuna.

Williams tók sem dæmi um frábæra uppbyggingu, við strandlengju eða vatnasvæði, Ráðhús Reykjavíkur, sem hann taldi vera stórglæsilega byggingu.bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli