Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 26.02.2006 | 11:45Eina á kollótta

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Í Landnámu segir frá því að Þuríður sundafyllir hafi numið land í Bolungavík, sett Kvíarmið í mynni Ísafjarðardjúps og tekið eina á kollótta í leigugjald af hverjum sem nýtti miðin. Þetta eru líklega elstu heimildir um auðlindagjald á Íslandi. Þær bera með sér að landeigandi gat innheimt gjald fyrir afnot af nærliggjandi miðum. Nú má heita að almenn samstaða sé um það sjónarmið að auðlindir lands og sjávar séu þjóðareign. Gildir það um fiskistofnana, jarðhitann og fallvötnin. En vaxandi fylgi er við að hagnýting auðlindarinnar eigi að styrkja atvinnulíf og byggð í þeim landsfjórðungi sem hún er. Fyrir 15-20 árum var það helsta verkefni þáverandi iðnaðarráðherra að fá erlend fyrirtæki til þess að reisa og reka álver á Keilisnesi. Orkuna átti að sækja til Austurlands með Kárahnjúkavirkjun og flytja hana síðan þvert yfir landið til Suðurnesja.

Það var hins vegar pólitísk ákvörðun að falla frá þeim áformum og ákveða að orkan í fallvötnunum Austfirsku yrði nýtt á Austurlandi með staðsetningu álvers þar. Þjóðin nýtur góðs af afrakstrinum af sölu orkunnar en Austfirðingar hafa mesta ávinninginn af álverinu, þar sem það eykur fjölbreytni atvinnulífs svæðisins og fjölgar störfum svo um munar. Fyrir vikið mun íbúunum fjölga. Það mætti segja að Austfirðingar taki eina á kollótta í afgjald fyrir afnotin af auðlindinni þeirra.

Nú setja Þingeyingar fram þá kröfu að hagnýting jarðhitans í sýslunni fari fram þar, en ekki í öðrum héruðum landsins. Þarna gildir í raun það sama og á Austurlandi. Þjóðin mun hagnast á sölu jarðhitans til atvinnustarfsemi og atvinna og búseta í Þingeyjarsýslum mun styrkjast vegna álversins. Það er sanngjörn krafa Þingeyinga að fá sína kollóttu á í afgjald fyrir auðlindanýtinguna.

Eðlilegt er að láta þessi pólitísku viðhorf ná til upphafsins, nýtingu fiskimiða landsins. Það verður helst gert með því að ætla útgerðarstöðum hlut af atvinnustarfseminni í sjávarútvegi. Einfaldasta leiðin er sú elsta, að þeir sem nýta auðlindina greiði afgjald í nærliggjandi sveitarsjóð. Þannig fái íbúarnir sitt afgjald rétt eins og þegar vatnsorkan og jarðhitinn eru hagnýtt. Á hverju ári eru greiddir milljarðatugir króna fyrir aðganginn að fiskimiðunum og fer fjárhæðin vaxandi. Sanngjarnt er að "á kollótt" renni til nærliggjandi byggðarlaga og peningarnir nýtist til þess að styrkja atvinnustarfsemi og búsetu þar. Það er svo útfærsluatriði hvaða leið er farin til þess að ná þessu fram.

Þrjár leiðir koma til greina í fljótu bragði. Sú fyrsta að ríkið leigi og selji veiðiheimildirnar og andvirðið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Önnur leið er að greiddur verði skattur af viðskiptum með heimildirnar í núverandi kerfi. Sú þriðja er að afhenda sveitarfélögum veiðiheimildir til umráða sem þá væri líklega skynsamlegast að leigja út á markaði og tekjurnar rynnu í sveitarsjóð.

Meginatriðið er að festa í sessi þá stefnu að arðurinn af nýtingu auðlinda til lands og sjávar renni bæði til þjóðar og viðkomandi landssvæðis. Festa í sessi gömlu stefnu Þuríðar sundafyllis.

Kristinn H. Gunnarsson - kristinn.is

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli