Frétt

| 04.12.2001 | 15:52Allt brjálað í Garðaskóla

Talsverð umræða hefur farið fram síðustu daga á Stjórnmálavefnum á Vísi.is um uppeldismál og agavandamál í skólum. Hafa tveir skólar þar verið í brennidepli, Garðaskóli og Hagaskóli.
Umræðan spannst út frá grein sem Eiríkur Hjálmarsson ritstjóri Vísis.is skrifaði í kjölfar frétta af strákapörum nemenda skólanna tveggja. Smelltu hér til að sjá greinina.

Einn nemenda Garðaskóla hefur sent Vísi.is fremur ófagrar lýsingar á því sem verið hefur í gangi í skólanum síðustu misseri. Fara lýsingar nemandans hér á eftir.


Gjörsamlega klikkaður skóli

Ég hef lesið þessar greinar sem að hafa verið hér á undan og get verið hjartanlega sammála öllum þeim sem segja að Garðaskóli sé gjörsamlega klikkaður, brjálaður og algjörlega stjórnlaus skóli.

Hérna ætla ég að telja upp brot af því sem að gerst hefur.

Eins og flestir vita er búið að skíta tvisvar sinnum á gólf og klína upp um alla veggi.

Fatlaður strákur var laminn, ekkert mikið en hann fór allavega grenjandi inn á skrifstofu skólans og finnst mér það vera andskoti alvarlegt þar sem sá aðili er mikið seinþroska.

Klósettin eru stífluð í næstum hverju einasta hléi og er umgengnin þar ekki nokkrum manni bjóðandi en núna hefur verið gripið til þess ráðs að loka klósettunum.

Hætt var við ball vegna þess að klósettin voru stífluð og opnum húsum lokað, síðan um tveimur vikum seinna var brugðið á það ráð að opna aftur með þeim fjölda starfsmanna sem á að vera á mánudögum og miðvikudögum til samans. Haldið ekki að þá hafi verið sparkað í einn starfsmann og rúður brotnar fyrir framan nefið á starfsmönnunum.

Allir sem hætta sér út eru teknir mjög illa í snjóinn og hreinlega lamdir af klíkunni sem samanstendur af nemendum úr 9. og 10. bekk.

Síðan er mjög oft sprengt inni í skólanum en hefur það yfirleitt alltaf verið upplýst vegna þeirra fjölda myndavéla sem er í skólanum en ég hef alltaf heyrt töluna 32 myndavélar.

Síðan í fyrra lagði eitthvað um 200 manna lið inn Kópavog og réðst á hvern þann sem varð á vegi þeirra, bæði krakkar úr Garðaskóla, Fjölbraut og komu meiri að segja krakkar úr Vesturbænum Garðabæ til hjálpar. Allt vegna þess að þrír úr Kópavog komu einn daginn inn í Garðaskóla og lömdu einn þaðan. Ekki nóg með það að þeir hafi verið eltir upp af um 50 krökkum og lamdir í spað og enduðu allavega tveir uppi á sjúkrahúsi heldur fór Garðabær inní Kópavog litlu seinna eins og að ofan greinir.

Í fyrra var brunakerfið sett í gang næstum hvern einasta dag og voru kennararnir orðnir svo vanir þessu að þeir sátu sem fastast og það hefði ekki komið mér mikið á óvart þótt að einn daginn hefði í alvöru kviknað í og langar mig ekki til að hugsa um afleiðingarnar ef kennararnir hefðu bara gert eins og alltaf haldið að um gabb væri að ræða og setið sem fastast.

Ég get haldið endalaust áfram og talið upp allt frá rúðubrotum og rispuðum bílum upp í líkamsárásir og íkveikjur.

En að lokum langar mig að biðja þig Eiríkur að hugsa þig tvisvar um áður enn þú kemur í heimsókn, vegna þess að ég hef heyrt talað um að þú verðir tekinn í bakaríið af klíkunni í skólanum!

Takk fyrir mig.

Nemandi í Garðaskóla.

Umræðurnar á Vísi.is má finna fyrir neðan áðurnefnda grein Eiríks Hjálmarssonar.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli