Frétt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir | 23.02.2006 | 13:16Oft var þörf en nú er nauðsyn

Ásthildur Þórðardóttir.
Ásthildur Þórðardóttir.
Ágætu íbúar Ísafjarðarbæjar! Í fyrsta sinn gefst ykkur líka þeim óflokksbundnu, kostur á að stilla upp lista. Í-listinn verður með opið prófkjör laugardaginn 25. febrúar n.k. Þar gefst sem sagt almenningi kostur á að raða þeim niður sem gefa kost á sér, til að vinna að málefnum bæjarins. Þetta er einfalt, menn velja einfaldlega tvo aðila af einum listanum og svo einn af hvorum hinna. Þeir flokkar sem í samstarfi eru, eru Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin og Vinstri grænir.

Tólf manneskjur hafa boðið sig fram til að vinna að málefnum bæjarins eins og áður sagði. Þetta eru allt saman gott fólk. Sumir hafa velt fyrir sér hvort þetta fólk muni geta starfað saman. Því er til að svara, að bæjarmál eru ekki það sama og landsmálin, en eru mál sem brenna á íbúum landsbyggðarinnar, sem eru ekki endilega þannig á landsvísu. Og flokkarnir þrír völdu þá leið að snúa bökum saman í þeirri von að ná meirihluta í bæjarfélaginu okkar. Vegna þess að við erum viss um að geta gert betur, til að styrkja hér byggð, og snúa vörn í sókn. Enda er það sameiginegt baráttumál okkar.

Vandi fylgir vegsemd hverri, og það er í ykkar höndum að vel takist til um uppstillingu á lista. Og það er að mörgu að hyggja. Til dæmis vil ég benda á nauðsyn þess að dýrmæt reynsla og þekking sé innan Í-listans. Það er auðvitað mjög gott að fá ferskt fólk inn, með nýjar áherslur og nýja sýn. En við megum heldur ekki gleyma reynslunni.

Bryndís Friðgeirsdóttir og Lárus Valdimarsson munu sennilega bæði hverfa af þessum vettvangi eftir næstu kosningar. Þau voru öflug í andstöðu sinni við núverandi meirihluta og mikil eftirsjá að þeim. En það þýðir að Magnús Reynir er þá einn eftir af þeim sem settu svip sinn á síðasta kjörtímabil. Það er því að mínu áliti nauðsynlegt að hann haldi áfram. Hann hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu og var m.a. bæjarritari Ísafjarðar frá árinu 1970 til 1992. Gegndi hann á þessum árum líka marg sinnis starfi bæjarstjóra um lengri eða skemmri tíma. Hann hefur lengi verið virkur í landspólitíkinni. Það skiptir óendanlega miklu máli, að menn hafi þekkingu á reglum og lögum um stjórnsýslu.

Að öðru leiti vil ég hvetja ykkur til að taka þátt í prófkjörinu. Leggja ykkar af mörkum til að gera góðan lista, segja til um hvaða fólk þið viljið setja á oddinn. Við ætlum okkur að vinna vel og vera aflið sem nær umboði ykkar til að stjórna bænum næsta kjörtímabil. Ég hef líka gefið kost á mér til að vinna fyrir bæinn minn. Ég er sannfærð um að það er hægt að gera miklu meira til að styrkja stoðir Ísafjarðarbæjar. Ég á mér þann draum að hægt sé að fjölga hér störfum, og stuðla að því að fleiri setjist hér að hjá okkur. Ég tel að Ísafjarðarbær eigi góða möguleika á að ná vopnum sínum, bæði með því að styrkja sjávarútveg, og laða að fleiri sprotafyrirtæki og svo eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu.

Við eigum mikla möguleika á því að verða stór og sterk. En til þess þarf bæjarfélagið að vera vakandi og hlú að því sem þarf að gera. Undirbúa og plægja jarðveginn. Og þar er ég viss um að hægt er að gera mikið betur. En til að frá fram breytingar, í stað kyrrstöðu, þá er málið nú í ykkar höndum, fyrst að taka þátt í prófkjöri og raða upp á listann, en síðan veita því fólki brautargengi í kosningum í vor.

Ég segi nú bara oft var þörf en nú er nauðsyn.

Með kveðju, Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli