Frétt

mbl.is | 23.02.2006 | 08:47Lækkun krónunnar hafði víðtæk áhrif

Gengisfall íslensku krónunnar í gær og í fyrradag hefur haft mun víðtækari áhrif en nokkurn gat órað fyrir. Þannig er veiking gjaldmiðla nokkurra svokallaðra nýmarkaðslanda á mörkuðum í gær rakin til gengisfalls íslensku krónunnar. Áhrifin af veikingu íslensku krónunnar eru þannig talin hafa teygt sig alla leið til Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. ,,Hrun á Íslandi hefur neikvæð áhrif á gjaldmiðla nýmarkaðslanda," sagði í fyrirsögn á frétt á vef Financial Times í gær en fjölmargir fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um veikingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á myntir annarra nýmarkaðslanda, svo og um hættuna á hruni eða brotlendingu í íslensku efnahagslífi.

"Fjármálaævintýri Íslendinga gæti endað með tárum", sagði í fyrirsögn danska blaðsins Berlingske Tidende, "Stefnir í brotlendingu á Íslandi", sagði í fyrirsögn Dagens Næringsliv í Noregi og orð eins og skellur, hrun og þrot komu víða fyrir þótt raunar hefði gjarnan oft fylgt að hætta væri á, að það stefndi í o.s.frv.

Í umræddri frétt Financial Times sagði að veiking krónunnar hefði orðið til þess að gengi realsins í Brasilíu hefði um tíma lækkað um 3%, tyrkneska líran, randið í Suður-Afríku, mexíkóski pesóinn og rúpían í Indónesíu hefðu lækkað um að minnsta kosti 1% þótt sumar myntirnar hefðu síðan rétt úr kútnum.

Sabrina Jacobs, sérfræðingur hjá Dresdner, Kleinwort, Wasserstein, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að menn teldu að veikingu umræddra gjaldmiðla mætti rekja til veikingar íslensku krónunnar, fjárfestar hefðu kosið að draga úr gengisáhættu sinni almennt og því hefðu áhrif af falli krónunnar verið afar víðtæk.

"Við teljum að það hafi verið Ísland sem hleypti þessu öllu af stað. Það voru verðbréfamiðlarar í Asíu sem vissu ekki einu sinni að Ísland væri til. En það er alveg öruggt að þeir vita það núna," segir Jacobs.

Á símafundi sem Fitch Ratings hélt í gær kom fram að sérfræðingar félagsins telji að hættan á harðri lendingu í efnahagsmálum á Íslandi hafi aukist og þeir hafa áhyggjur af því hvort fjármálakerfið hafi getu til þess að þola slíka lendingu. Eins benda þeir á að skuldir heimila og fyrirtækja séu mjög háar sem hlutfall af landsframleiðslu og það valdi þeim áhyggjum að stærstur hluti þessara skulda sé gjaldeyris- eða vísitölutengdur.

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli