Frétt

Stakkur 8. tbl. 2006 | 22.02.2006 | 15:13Mannlíf á Vestfjörðum

Umfjöllun tímaritsins Mannlífs um mannlíf á Vestfjörðum hefur vakið nokkur viðbrögð. Einn þeirra sem gagnrýnir umfjöllunina í Morgunblaðinu er bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ, Halldór Halldórsson. Hann telur ekki rétt eftir sér haft. Það er slæmt sé það satt að blaðamaður hafi ekki rétt eftir viðmælanda sínum. Og vissulega er það afar vont ef ekki er rétt sagt frá þegar viðkvæm mál eru til umfjöllunar. Það skaðar umfjöllunarefnið, viðmælanda og viðkomandi blaðamann. Slík framkoma er ekki líðandi, engum til gagns og reyndar öllum til ógagns.

Gamalt máltæki segir: ,,Glöggt er gests augað”. Er það svo? Að minnsta kosti er ljóst að gesturinn lítur umhverfið öðrum augum en heimamaðurinn og greinir oft aðra þætti en sá er heima situr. Til er annað íslenskt máltæki er segir: ,,Heimskt er heimaalið barn”. Margir hafa lagt rangan skilning í þennan gangsæja málshátt. Gamli skilningurinn er sá, að sá sem heima situr verður eðli málsins heimskur í þeim skilningi að líta hlutina augum heimamannsins meðan hinn sigldi hefur aðra sýn vegna þess að hann getur borið saman ólíka hluti og viðburði.

Öll erum við þannig gerð að við viljum ekki láta tala miður um okkur og það sem okkur er kært. Síst af öllu viljum við að talað sé niður til okkar. En við verðum jafnframt að gefa því gaum sem aðrir segja og læra af því sem aðrir segja okkur. Skoðanir annarra þurfa ekki að falla að okkar til þess að eiga rétt á sér. Og þó okkur líki þær engan veginn er oft hollt að leggja við hlustir. Verst af öllu er að láta afstöðu okkar til skoðana annarra hafa þau áhrif að snúast til afneitunar, hvort heldur er á skoðunum sem eru andstæðar okkar eigin eða hreinlega staðreyndum.

Brynjólfur Flosason tekur einn þátt umfjöllunar Páls Ásgeirs Ásgeirssonar til skoðunar, en sá varðar fullyrðingu um að aldurshópinn 20 til 35 ára vanti í þýðið hér vestra. Samkvæmt því sem fram kemur í skrifum Brynjólfs má ætla í þessum hópi hafi fækkað hlutfallslega miðað við höfuðborgarsvæðið, en um sé að ræða sambærilega þróun og á Norðurlandi vestra, sem virðist ívið verr statt. En við hvað viljum við Vestfirðingar miða okkur? Eigum við ekki að miða okkur við það besta sem gerist annars staðar? Hitt leiðir ekki til framfara að benda á að ástandið sé verra annars staðar. Reyndar eiga þessi tvö fyrrverandi kjördæmi það sameiginlegt að eiga við mesta fólksfækkun að stríða.

Bjartsýni á rétt á sér, en hún verður að byggjast á raunhæfum væntingum og þá skiptir engu hvort bæjarstjórinn á Ísafirði og vestfirski blaðamaðurinn Páll Ásgeir eru sammála eður ei. Vestfirðingar eiga langt í land að ná fyrri stöðu og svo verður meðan fólkið fer, því miður.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli