Frétt

bb.is | 22.02.2006 | 11:29Kennarar í MÍ skora á menntamálaráðherra að standa við sinn hluta samkomulags

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
Fjórtán starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði skora á menntamálaráðherra um að vinnubrögð verði vandaðri þegar kemur að sáttaferli innan skólans og að ráðuneytið standi við sinn hluta samkomulags sem starfsmenn gerðu við ráðuneytið í janúar. „Frétt svæðisútvarpsins í gær gefur alls ekki rétta mynd af ástandi sáttaferlisins í Menntaskólanum. Hið rétta í málinu er, að eftir að vinna við verkefnið hófst kvisaðist það út, að ekki hefðu allir sem væru að taka þátt í því undirritað samkomulagið. Við þessar fréttir kom upp mikið kurr meðal fjölda kennara sem þótti þeir hafðir að fíflum þrátt fyrir sáttfýsi sem þeir höfðu sýnt. Ljóst var að a.m.k. 4 kennarar höfðu ekki skrifað undir á þeim tíma og framlag þeirra til friðarmála því nokkuð vafasamt“, segir í tilkynningu. „Staðan er reyndar sú að starfsmenn hafa enn ekki fengið neina vissu um það hversu margir eiga eftir að skrifa undir. Vegna þeirrar óvissu sem þetta ástand skapaði hafa 14 núverandi starfsmenn skólans skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra um að vinnubrögð verði vandaðri. Fleiri starfsmenn höfðu lýst áhyggjum sínum af þessu en ekki treyst sér til að undirrita áskorunina, enda atlögur oft harðar í Menntaskólanum. Allir áskorendurnir höfðu í upphafi ferlisins undirritað samkomulag við ráðuneytið“, segir í tilkynningu vegna áskorunarinnar sem er svohljóðandi:

„Um miðjan janúar síðastliðinn skrifuðum við undirrituð undir samkomulag við Menntamálaráðuneytið um þátttöku í skólaþróunarverkefni. Í „Verkáætlun vorannar 2006“, sem er fylgiskjal samkomulagsins, er skýrt tekið fram að ákvörðun ráðuneytisins, um að gera þetta samkomulag, sé byggð á úttektarskýrslu Félagsvísindastofnunar frá í nóvember 2005. Samkvæmt þeirri skýrslu var skilyrði þess að hefja vinnu við sameinandi verkefni að „allir starfsmenn yrðu að samþykkja með formlegum hætti að taka þátt í sáttaferlinu“. Þetta hefur því miður ekki gerst. Vinnan hófst áður en undirskriftaferlinu lauk á þann hátt að ljóst væri hverjir væru skuldbundnir og hverjir ekki.

Í 1. grein samkomulagsins sjálfs er tekið fram að ráðuneytið hyggist styðja við þátttöku stjórnenda og starfsmanna MÍ meðan á verkefninu stendur. Við höfum ekki séð þess merki, heldur einmitt verið haldið í vafa um stöðu málsins og fullkomnum efa um gildi undirskrifta okkar og sáttfýsi.

Þá er það svo að verkefnisstjórar hafa hafið störf við verkefnið og starfsmenn setið daglangt í tilgangi sáttaferlis. Starfsmenn hafa í raun verið blekktir til að taka þátt, þrátt fyrir að ekki sé búið að uppfylla ofangreind skilyrði ferlisins sem verkefnið er hluti af.

Við undirrituð, starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði, sem höfum skrifað undir umrætt samkomulag við menntamálaráðuneytið, höfum bundið miklar vonir við að nefnt verkefni skili þeim árangri að stilla til friðar í skólanum. Fari svo fram sem horfir, að ráðuneytið vinnur ekki eftir tillögunum sem fram koma í skýrslu Félagsvísindastofnunar, teljum við verkefninu stefnt í voða. Við förum því fram á að ráðuneytið sýni okkur með óyggjandi hætti að það muni standa við sinn hluta samningsins sem við undirgengumst.

Við óskum eftir að allir þeir sem hafa undirritað skuldbindandi þátttöku í sáttaferlinu fái stuðning ráðuneytisins til að vinna að verkefninu á þeim forsendum sem kynntar hafa verið.“

thelma@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli