Frétt

Gunnar Bragi Sveinsson | 21.02.2006 | 11:20Okkar frumkvæði – okkar framtíð

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Á Íslandi ríkir eitthvert mesta góðæri sem sögur fara af. Atvinnuleysi er nánast ekkert og kaupmáttur einstaklinganna sjaldan verið meiri. Hagvöxtur er mikill og ekki að sjá annað en að björt ár séu framundan í efnahagslífi þjóðarinnar. Varúðarmerkin eru vissulega nokkur en með þeirri stefnu sem mótuð hefur veirð í efnahagsstjórn landsins er ljóst að þjóðarskútan mun ná að landi. Forstjóri kauphallarinnar sagði fyrir skömmu á ráðstefnu um stóriðjumál að ekki stafaði hætta af frekari framkvæmdum væri skynsamlega haldið á málum og af orðum hans mátti lesa ákveðna viðurkenningu á stefnu stjórnvalda.

Á endanum mun okkar stóra kjödæmi allt njóta ávaxtanna af þessari styrku efnahgasstefnu og áherslu ríkisstjórnarinnar að halda niðri atvinnuleysi en atvinnuleysi er eitthvert mesta böl hverrar þjóðar. Góðærið fræga nær nú uppí Borgarfjörð og langt vestur á Snæfellsnes. Ég hef þá trú að það eigi eftir að færast vestar og norðar ef við höldum ákveðið á málunum og vinnum þau í sátt heima fyrir og með stjórnvöldum. Möguleikar kjördæmisins eru margir hvort sem litið er til menntunar, iðnaðar, ferðaþjónustu, sjávarútvegs eða annarra þátta. Okkar verkefni er að finna hvað við viljum leggja áherslu á , setja það skilmerkilega fram og afla því svo fylgis.

Vel ígrunduð og undirbúin mál sem hægt er að rökstyðja að skili íbúum kjördæmisins frekari hagsæld, eiga góða möguleika á að fá athygli og aðstoð stjórnvalda. Góð rök verða að fylgja höfnun á góðum málum. Það er þó alveg ljóst að allt það sem okkur dettur í hug mun ekki nást fram frekar en hjá öðrum í öðrum kjördæmum. Kjördæmið er stórt og mikilvægt að viðurkenna að þarfir þess eru misjafnar. Samgöngur skipta miklu og mikilvægt að áfram verði haldið uppbyggingu þess og sérstaklega á Vestfjörðum. Ríkisvaldið ákvað að eyða þúsundum milljóna í gerð sk. Héðinsfjarðargangna og eflaust munu þau nýtast íbúum Siglufjarðar vel. Nú þarf að horfa til okkar kjördæmis og setja aukna fjármuni í samgöngubætur.

Samgöngubótum fylgja veruleg tækifæri s.s. til eflingar þjónustu og framleiðslufyrirtækja. Vaxtarbroddar kjördæmisins eru margir og skemmtilegt að hugsa til þess að í kjödæminu eru trésmiðjur sem framleiða hágæða innréttingar önnur eru í fararbroddi í hönnun og framleiðslu á vélum og tækjum. Við þessi fyrirtæki má styðja með margvíslegum hætti þannig að þau standi jafnar fyrirtækjum „nær markaðnum“.

Menntun er eins og ég hef áður sagt hornsteinn byggðanna og því afar mikilvægt að háskólanám þróist sem viðast í kjördæminu. Á vesturlandi eru tveir kraftmiklir háskólar. Á Hólum í Hjaltadal er ört vaxandi háskóli og nú hafa vestfirðingar fegnið vísir að háskóla sem vonandi fær tækifæri til að eflast og styrkja þannig byggðina. Sk. Veiðigjald er skattur sem settur var á útgerðir landsins m.a. til að mæta ákveðnum kröfum um að greitt skuli fyrir afnot af auðlindinni.

Framkvæmdastjóri Fisk seafood hefur viðrað þá hugmynd að ákveðið hlutfall af veiðigjaldinu renni til baka í byggðirnar m.a. til rannsókna og þróunar í sjávarútvegi. Þetta tel ég afar góða hugmynd sem er til þess fallin að efla þá atvinnugrein sem enn er okkur hvað dýrmætust. Nefnd forsætisráðherra um atvinnumál í NV kjördæminu lagði svipað til þ.e. að hluti veiðigjaldsins kæmi til baka í einskona atvinnuþróunarsjóði.

Við eigum mörg tækifæri í þessu kjördæmi. Við þurfum að finna þau, halda þeim á lofti, vinna þeim fylgi og framkvæma. Vitanlega náum við ekki öllu fram en með þessum hætti tel ég að töluverður árangur náist.

Gunnar Bragi Sveinsson.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli