Frétt

mbl.is | 21.02.2006 | 08:20Vildu vita hvers vegna Jón Gerald var ekki ákærður

Verjendur sakborninga í Baugsmálinu kölluðu Jón H. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær sem vitni, og þráspurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður fyrir sinn þátt í málinu. Gestur spurði Jón H. fyrst hvort gerður hefði verið samningur við Jón Gerald þess efnis að hann yrði ekki sóttur til saka fyrir þau brot sem hann viðurkenndi margoft við skýrslutöku hjá lögreglu. Jón H. svaraði því til að til þess hefði hann enga heimild og enginn slíkur samningur hefði verið gerður við Jón Gerald.

Jón H. var þá spurður hvers vegna Jón Gerald hefði ekki verið ákærður fyrir sinn þátt í málinu. Fram kemur í lögregluskýrslum sem hann gaf vegna málsins að hann staðfestir að hafa sent ranga reikninga, og að í a.m.k. einu tilviki hafi hann vitað að nota ætti rangan reikning til að lækka tolla og skattgreiðslur vegna bílainnflutnings.

Í svari sínu benti Jón H. á að hann hefði svarað samhljóðandi spurningu sem verjendur sendu honum bréflega í lok ágúst 2005 með bréfi dagsettu 14. október það sama ár. Þar vísaði hann í lög um meðferð opinberra mála þar sem segir að ekki skuli höfða mál nema líklegt þyki að framkomin gögn leiði til sakfellingar.

Í þessu tilviki hefði það átt við þar sem ekki hefði þótt ástæða til að ætla að gögnin leiddu til sakfellingar. Auk þess hefði Jón Gerald ekki komið að samskiptum við íslensk tollayfirvöld. Í öðru bréfi Jóns H. til verjenda, sem sent var 20. desember 2005, ítrekaði hann þetta, og sagði að gögn málsins bæru það ekki með sér að háttsemi Jóns Geralds væri jafn saknæm og háttsemi þeirra sem voru ákærðir í málinu.

Gestur spurði hvort Jón H. teldi það í samræmi við jafnræðisreglu að ákæra ekki Jón Gerald, þegar ljóst væri að hann hefði játað brot sín fyrir lögreglu. "Já, ég tel að þetta sé rétt ákvörðun," sagði Jón H. Snorrason. Gestur spurði hvers vegna hefði þótt líklegra að sakfelling næðist þegar ásakaður einstaklingur neitaði sök, eins og ákærðu gerðu allir, en þegar einstaklingur játaði sök sína í yfirheyrslu hjá lögreglu. Jón H. svaraði aftur að þannig hefði það verið metið.

Gestur fór því næst yfir samtals sjö atriði sem fram koma í lögregluskýrslum, og höfð eru eftir Jóni Gerald Sullenberger, þar sem hann viðurkennir að hafa sent tvo aðskilda reikninga vegna bíla sem hann flutti inn fyrir ákærðu eða fyrirtæki þeirra, fyrir alls átta bíla, en enginn var ákærður í tveimur af þessum sjö tilvikum. Eftir hvert atriði spurði Gestur Jón H. hvers vegna ekki hefði þótt ástæða til að gefa út ákæru, og í öllum tilvikum vísaði Jón H. í svarbréf sitt, og að ekki hefði verið talið líklegt að tækist að fá Jón Gerald sakfelldan.

Fjórir aðrir starfsmenn ríkislögreglustjóra báru vitni í málinu í gær, og reyndu verjendur m.a. að draga fram galla á rannsókninni. T.d. var Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn spurður nákvæmlega út í spurningar sem hann spurði Jón Ásgeir Jóhannesson í yfirheyrslum, þar sem í ljós kom ónákvæmni í túlkun hans á svörum Önnu Þórðardóttur, einnar ákærðu. Einnig virðist sem dagsetningar á skjölum séu ekki í öllum tilvikum réttar í gögnum frá lögreglu, og kunni lögreglumaðurinn sem fyrir svörum varð ekki skýringar á því.

Einnig voru lögreglumennirnir spurðir hvers vegna ekki hefði þótt þörf á því að kanna nánar reikninga sem Jón Gerald afhenti lögreglu vegna bílakaupa sinna fyrir ákærðu í Bandaríkjunum, t.d. með því að tala við sölumenn eða forsvarsmenn hjá tveimur bílasölum. Var því svarað til að hringt hefði verið í eina bílasöluna og fundnar upplýsingar um hana á netinu, en ekki hefði þótt þörf á því að kanna það nánar, heldur skyldi láta það bíða þar til málið færi fyrir rétt og starfsmenn bílasölunnar gætu borið vitni fyrir dómi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli