Frétt

Össur Skarphéðinsson | 16.02.2006 | 10:13Grátur Dieudonné - gjafar Guðs

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Ég sá Dieudonné fyrst þar sem hann lá sofandi í ferhyrndu svampfleti með aðra löppina upp á brúninni. Kolsvartur, hnykilbrúna, fullorðinslegur einsog lífsreyndur einsoghálfs árs strákur getur verið. Hann hafði svipsterkt afrískt andlit, og svolítið raunamædd augu. Hann rifaði aðeins í annað augað meðan hann var að vakna, sá mig og brá svo að sjá snjóhvítan gest að hann settist upp einsog fjöður, nuddaði á sér augun, og fór að gráta.

Þetta voru fyrstu kynni okkar Dieudonné sem þýðir Gjöf Guðs þegar ég kom á Spes niðrí Lóme. Ég tók hann í fangið, strauk á honum augabrýrnar einsog ég geri við Ingu mína, klóraði honum um bakið, og nuddaði á honum iljarnar og teygðu aðeins úr tánum hans svörtum og smáum. Honum fannst gott að liggja fast utan í maganum á mér, vildi ég héldi hendinni þétt utan um hann, og skríkti þegar ég klóraði honum í kollvikin þar sem örlitlir hrokknir lokkar skutust upp úr háu enni. Innan skamms var hann sofnaður í fangi mér við taktinn úr vestfirsku hjarta sem áreiðanlega hljómaði í eyrum hans einsog margra alda gamall trumbusláttur innan úr frumskóginum.

Ég kallaði hann Donna. Hann var með yngstu börnunum hjá okkur í Spes. Uppfrá því fóru allir krakkarnir að kalla hann Donna og fóstrurnar á Spes líka. Það er líklega það eina sem ég á í svörtu Afríku, nafnið á honum Donna litla. Þegar ég kvaddi hann í þetta skipti grét hann hástöfum, og staulaðist á litlum fótum sínum á eftir mér yfir grasflötina og út á mölina að hliðinu. Hjarta mitt bráðnaði, ég snéri við og tók hann aftur í fangið og hjúfraði hann að mér lengi dags.

Næst þegar ég kom lá hann í kös lítilla svartra stráka sem sváfu miðdegislúrinn á teppi í forsælu undir leikskýlinu á miðri flötinni. Í kringum þá voru þrjár litskrúðugar eðlur að leik. Ég þekkti hann ekki í hópnum. En Donni er kanski af ljónakyni og hafði andvara á sér einsog þau í svefninum. Kanski þekkti hann af mér lyktina. Minnsti strákurinn í hópnum reif sig að minnsta kosti upp úr kösinni og staulaðist til mín og ég þekkti Donna.

Upp frá þessu kom ég á hverjum degi aðallega til að hitta Donna minn. Í hvert skipti urðu fagnaðarfundir. Ég skammaðist mín pínulítið fyrir að alltaf þegar ég kom kölluðu hin börnin Donni, Donni og náðu í hann. Það var einsog þau sættu sig við að ég væri ekki að koma að heimsækja þau, heldur hann, og afgreiddu mig sem sérstakan vin Donna, einsog þau byggjust ekkert sérstaklega við að einhverjum einsog mér þætti líka vænt um þau. En það var ekki svo.

Alltaf skreiddist Donni upp í sömu stellinguna og sofnaði við vestfirskan hjarslátt. Ég kveið fyrir því að hitta hann í síðasta skiptið áður en ég fór frá Tógó. Ég stóð á jaðri grasflatarinnar og sá hann standa uppi á stéttinni fyrir framan tíguleg húsin í Spes. Donni, Donni kölluðu krakkarnir, og hann snéri sér hægt og virðulega við einsog aldinn afrískur höfðingi, og studdi annarri hendi á handriðið. Ég kom ekki, og hann tók ákvörðun. Steig í fyrsta skiptið varlega niður tröppuna, hrasaði, en hélt sér uppi, komst klakklaust niður, og hljóp í fyrsta skipti á ævinni yfir flötina með bleyjuna niðrum þétt lærin. Hann bókstaflega kastaði sér í fang mér.

Ég sat með hann í klukkutíma, og svo varð ég að fara. Hann grét djúpum gráti þegar ég fór, og Immaculae, forstöðukonan, reyndi að sefa þennan dimma afríska grát sem barst einsog ófullgerð hljómkviða úr iðrum frumskógarins þaðan sem rætur hans lágu. Ég hugsaði um hverskonar líf hann ætti fyrir höndum og hvernig honum reiddi af í stórum hópi foreldralausra barna þar sem hann var minnstur.

Grátur Dieudonné reif mig í hjartað og bergmálar einsog brimalda sem skellur inn í víðan sjávarhelli og heldur áfram að kastast á milli veggjanna og nær ekki að deyja út.

- Össur.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli