Frétt

Stakkur 7. tbl. 2006 | 15.02.2006 | 11:50Pólitík heima og að heiman

Margir bíða spenntir eftir sveitarstjórnarkosningum í vor enda stendur það næst hjarta manna að velja sér stjórn í sveitarfélaginu sínu. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Beðið verður með greiningu á úrslitum í Ísafjarðarbæ og annars staðar á Vestfjörðum uns framboð fara almennt að taka á sig nokkra mynd. Skoðanakannanir ná enn sem komið er fyrst og fremst til Reykjavíkur. Þar virðist Sjálfstæðisflokkurinn eiga góðu gengi að fagna enda hefur R listinn haldið um stjórnartaumana í nærri 12 ár og mörgum finnst ástæða til að breyta um stefnu og stjórn pólitísku skútunnar í höfuðborginni. Engu að síður er öllum hollt að hafa í huga að skoðanakönnun er eitt og kosningarnar annað. Þær eru raunveruleg skoðanakönnun og henni verður ekki breytt fyrr en að fjórum árum liðnum.

Hvernig fer í vor í Ísafjarðarbæ skal ósagt látið. Stundum þreytist fólk á því að hafa sama fólk í sveitarstjórn of lengi og stundum er það talið gott. Kjósendur ráða því og þeirra er valdið. Að kosningum loknum taka kjörnir fulltrúar við. Ábyrgðin er mikil sem og væntingar kjósenda til góðrar leiðsagnar og stjórnar. Prófkjör er aðeins fyrsta skrefið á langri og strangri för frambjóðenda hljóti þeir á annað borð náð fyrir augum okkar sem leggjum kjörseðilinn í kassann 27. maí í vor.

Sveitarfélögum fækkar víða um land, ekki þó á Vestfjörðum. Í næstu kosningum verða þau innan við 90 talsins í okkar stóra en fámenna landi. Við megum sjálf velja um sameiningu eða ekki. Það er dýrmætt val. Úti í hinum stóra heimi er dönskum teiknurum skopmynda hótað lífláti af móðguðum múslimum. Á Íslandi megum við segja hvað sem okkur dettur í hug um menn og málefni, án þess að vera hótað því að vera gerð höfðinu styttri. Við höfum réttinn til að kjósa og hafa áhrif með ýmsum öðrum hætti bæði á þá er sitja á Alþingi og þá er sitja í sveitarstjórnum. Við stöndum einnig í samningaviðræðum um varnir Íslands og þar sem um gangkvæman samning er að ræða við Bandaríkjamenn verða þeir að hlusta og taka á okkur mark.

Fáir hafa meiri reynslu af lífi í fjölmenningarlegu samfélagi en Vestfirðingar, sem lengi hafa tekið útlendu fólki tiltölulega opnum örmum. Þá er ekki of djúpt í árinni tekið. En svo lítum við til okkar gömlu herraþjóðar Dana, sem nú stríðir við mikinn vanda af hatri sprottnu af skopmyndum eins og vikið var að seinast. Ef til vill ætti ástandið í Danmörku að fá umfjöllun á vegum Fjölmenningarsetursins á Ísafirði. Fyrr eða síðar, og ef til vill fyrr en seinna, stöndum við frammi fyrir vanda sprottnum af ólíku viðhorfi fólks á Íslandi til málefna og manna vegna ólíkra trúarskoðana og mismunandi menningarlegs bakgrunns. Þá er gott að vera undir það búinn að taka málin föstum tökum með skilningi á því er að baki býr.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli