Frétt

Leiðari 7. tbl. 2006 | 15.02.2006 | 11:48Ísland er landið

Á ný afstöðnu viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, er bar yfirskriftina Ísland 2015, var tvennt er vakti athygli öðru fremur. Annars vegar spá forsætisráðherra um að Íslendingar yrðu orðnir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015 og hins vegar ræða Ágústar Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar Group, sem dró stóriðjustefnu stjórnvalda í efa og kvað of litla ávöxtunarkröfu hafa verið gerða til Kárahnjúkavirkjunar: ,,Ég hefði varið peningunum öðruvísi,“ sagði hann og kvað úr ýmsu að velja. Ágúst er í framvarðasveit íslenskra athafnamanna í svokallaðri útrás. Um það er ekki deilt.

Hin mikla bylting á sviði fjármála og fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis grundvallast á frjálsu flæði peninga, frelsi eins og það heitir; hugtaki sem sagan staðfestir að er vandmeðfarið.

Í tímaritinu Vísbendingu, 51. tbl. 2005, birtist viðtal við Hörð Sigurgestsson, þar sem hann ræðir breytta tíma í íslensku efnahagslífi. Hörður segir: ,,Auðvitað hlýtur að koma aftur að því að fókusinn beinist að því, hvað gerist hér á Íslandi og hvernig menn ætla líka, í meira mæli en nú, að nota þetta frelsi, til að byggja hér upp fleiri og öflugri fyrirtæki, sem búa til verðmæti hér innanlands og skapa atvinnu fyrir fólk og góðar tekjur. Það er eðlilegt að menn þurfi að hafa vara á sér, ef hinar raunverulegu höfuðstöðvar þessara fyrirtækja fara að flytjast í meira mæli en nú til útlanda. Þá á ég ekki við hinar lögformlegu höfuðstöðvar, heldur hvar foringjarnir eru og hugvitið er. Ef þessir aðilar dvelja og starfa meira og minna erlendis, mun hugsunin og stefnumótunin beinast í vaxandi mæli út frá þeim stað, þar sem þeir eru.“

Svo mælir maður sem í mörg ár var í framvarðasveit íslensks atvinnulífs. Hér bendir hann á kjarna málsins. Okkur vantar framsækin og þróttmikil fyrirtæki sem skaffa atvinnu í landinu. Þótt mörgum hugnist ekki tilhugsunin um álver í öllum landsfjórðungum, sem vonandi verður aldrei, verður ekki fram hjá því horft að þar er um að ræða fyrirtæki, sem skapa fjölda vel launaðra starfa. Því þarf engan að undra þótt íbúar landsbyggðarinnar, sem standa frammi fyrir því að verða að fara frá verðlausum eignum, afrakstri ævistarfsins, taki slíkum tækifærum; Svo mikið er víst að atvinnutækifæri landsbyggðarfólks hafa ekki fylgt þenslumörkum fjármálastofnana og útrásinni margrómuðu; bendir enda fátt til að það viðhorf þyki mikilvægt.

Öflug fyrirtæki eru grundvöllur velferðar í landinu, sama til hvaða þátta samfélagsins er litið. En því aðeins náum við að koma á því velferðarþjóðfélagi sem okkur dreymir um, að hérlendis verði byggð ,,upp fleiri og öflugri fyrirtæki“ sem ,,skapa atvinnu fyrir fólk og góðar tekjur.“

Á þann hátt þarf að nýta ávinninginn af útrásinni. Um annað getur aldrei orðið sátt.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli