Frétt

mbl.is | 15.02.2006 | 08:24Ekki verið að setja leyniþjónustu á laggirnar

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vísaði því á bug á Alþingi í gær að með frumvarpi sínu um breytingar á lögreglulögum væri verið að setja á laggirnar öryggislögreglu eða leyniþjónustu. Björn mælti fyrir frumvarpinu í gær en það felur í sér breytingar á skipulagi lögreglunnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu m.a. að umtalsefni málsgrein í þriðju grein frumvarpsins þar sem segir að ráðherra sé heimilt að ákveða að við einstök embætti lögreglustjóra starfi, undir eftirliti ríkislögreglustjóra, greiningardeildir til að leggja mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaðst ávallt fyllast varúð þegar verið væri að leggja til að Alþingi samþykkti lög sem veitti framkvæmdavaldinu heimild til að fylgjast með einstaklingum eða hópum sem ekkert hefðu til saka unnið. Björn svaraði því m.a. til að greiningardeildir ættu að safna gögnum og leggja mat á þróun til þess að koma í veg fyrir afbrot. Rík áhersla væri lögð á slíka greiningu hjá öðrum ríkjum.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að ýmislegt í frumvarpinu vekti spurningar. Þar á meðal ákvæðið um greiningardeildir. Slíkar deildir væru algjört nýmæli hér á landi. Hann spurði ráðherra m.a. að því hvað kallaði á slíkar breytingar. Björn sagði hins vegar í lok umræðunnar að þingmenn, þá sérstaklega Ágúst Ólafur, hefðu í umfjöllun sinni um greiningardeildirnar málað skrattann á vegginn. Hann sagði að þingmenn hefðu þó verið sammála því að lögreglan gætti öryggis borgaranna. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að sér litist í sjálfu sér ekki illa á stofnun greiningardeilda. "En ég spyr hvers vegna er verið að kalla þetta lögreglurannsóknardeild eða greiningardeild?" Nær væri, sagði hann, að kalla þetta öryggislögreglu, þ.e. sínu rétta nafni. Hann bætti því við að öll nágrannalöndin okkar héldu úti slíkri starfsemi.

Össur Skarphéðinsson spurði ráðherra að því hvort hann hygðist leggja fram annað frumvarp sem miðaði að því að veita þessum greiningardeildum frekari heimildir til að sinna sínu hlutverki. Björn svaraði því til að hann stefndi að því að leggja fram á þessu þingi nýtt frumvarp um meðferð sakamála; frumvarpið yrði þó einungis lagt fram til kynningar. Hann sagði að réttarfarsnefnd hefði þegar sent ráðuneytinu tillögur sínar í þessum efnum en greindi ekki efnislega frá þeim. Hann sagði að skoðanaskipti hefðu farið fram milli nefndarinnar og ráðuneytisins um þær. Það væri þó ráðherrans að taka ákvörðun um það hvað hann legði fram á þingi.

Björn vék einnig að undirskriftasöfnun sem nú væri farin af stað á netinu og hefði það að markmiði, eins og segði í texta hennar, að halda lykilembætti lögregluumdæmisins í Borgarnesi. Hann sagði að ákveðins misskilnings gætti í texta undirskriftasöfnunarinnar. Af textanum mætti m.a. ráða að í Borgarnesi væri starfrækt eitthvert lykilembætti sem nú ætti að flytja á Akranes. Hann sagði að hið rétta væri að rannsóknarlögreglumaður hefði verið á Akranesi en ekki í Borgarnesi og að með frumvarpinu væri ákveðið að hann yrði þar áfram. Á Akranesi yrði því rannsóknardeildin, sem annaðist rannsókn stórra og flókinna mála.

Björn sagði einnig að í umræðum um frumvarpið hefði vottað fyrir áhyggjum af sameiningu lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að í sínum huga væri enginn vafi á því að löggæslan á höfuðborgarsvæðinu efldist við að sameina lögreglu þar undir einni stjórn. Hann sagði ennfremur að frá því fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hefði tekið til starfa fyrir rúmum fimm árum, hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu unnið sem ein heild við úrlausn fjölda verkefna og að lögreglumönnum hefði verið stýrt eftir því hvaða bíll væri næstur vettvangi hverju sinni, en ekki eftir umdæmum. Auk þess sagði hann að árangur af sameiginlegum átaksverkefnum lögreglunnar á svæðinu væri hvetjandi. Þannig hefði átak lögreglunnar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi með sérsveit ríkislögreglustjórans gegn handrukkurum skilað mjög athyglisverðum og jákvæðum árangri. Hið sama mætti í raun segja um sambærilegt átak sérsveitarmanna og lögreglunnar á Akureyri.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli