Frétt

| 01.12.2001 | 10:37Bruðlarinn í borginni

Það varð heyrin kunnugt í þessari viku, að forsætisráðherrann ætlaði að fara að taka til hendinni í fjármálum ríkisins. Mörgum þótti tími til komin, en tímasetningin var einkar óhagstæð, þar sem vinir hans og samstarfsmenn voru einmitt sömu daga að ákveða aukin útgjöld ríkisins fyrir næsta ár. Urðu þeir að vonum hissa að fá slíka sendingu úr þessari átt, þar sem herra forsætis er einn mesti bruðlari á opinbert skattfé sem sögur fara af. Þaraðauki hefur góðærinu ekki enn verið aflýst af verkstjóra ríkisstjónarinnar, þó allir aðrir hafi grafið það fyrr á þessu ári. Kannski voru þessi skilaboð Davíðs Oddssonar dulbúin skilaboð um að sú væri raunin. Og hvernig væri þá að taka stöðumat af þessu tilefni. Hér er ein tilraun til þess.
Eftir gríðarlegan viðskiptahalla í nokkur ár hefur gengi íslensku krónunnar fallið um tugi prósenta á þessu ári. Áður hét það einfaldlega gengisfelling, en það er allof ljótt orð til að nota nú til dags, jafnljótt og fáviti, og allir hættir að nota það. Nú heitir það gengisaðlögun og hefur ekkert með ákvarðanir ríkisstjórnar eða stjórnmálamanna að gera, heldur stýrist af ósýnilegum lögmálum markaðarins, og ekkert við því að gera. Það er því hreint og beint ósvífið af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að vera að trufla ró manna í forsætisráðuneytinu og benda á að verðbólgan á þessu ári sé of mikil miðað við síðustu kjarasamninga, og forsendur samninga séu brostnar. Skilja menn ekkert í þessari verkalýðshreyfingu? Þetta er verðbólguskot, sagði meistarinn það ekki í vor. Þarf hann að endurtaka það aftur nú í árslok eða hvað? Verðbólguskot, og þar hafið þið það. Ekkert að marka. Alveg eins og gengisfall íslensku krónunnar, það er orðið meira en eðlilegt er, segir sá góði maður Davíð Oddsson, en samt heldur hún áfram að falla. Það er eins og markaðurinn sjálfur, æðsti veruleikinn, skilji ekki lengur það sem forsætis segir.

Menn voru farnir að halda að góðæri héldist í hendur við valdatíma Davíðs Oddssonar, og að ekki væri hægt að skilja þetta tvennt að. Flestir hafa ekki enn áttað sig á þeirri nöktu staðreynd, að þetta eru tveir ólíkir hlutir og ekkert samband sannast þarna á milli. Hins vegar er það staðreynd, að Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík og síðar forsætisráðherra hefur notið ótrúlegs velvilja máttarvaldanna þegar úthlutað er góðærum og ekki góðærum. En hvernig hefur hann sem stjórnmálamaður spilað úr þeim aðstæðum sem hann hefur starfað við? Satt að segja hefur sennilega aldrei stjórnað hér á landi annar eins bruðlari á almannafé en einmitt, hægrimaðurinn og thacheristinn Davíð.

Hann var borgarstjóri í Reykjavík í átta ár. Mestallan þann tíma var bullandi góðæri í landinu. Fyrir hvað er Davíð borgarstjóra minnst í Reykjavík. Ekki eru það úrbætur í félagsmálum, dagvistarmálum, skólamálum eða öðrum málum sem varða þjónustu við borgarana. Nei á þeim tíma var nú ekki verið að bryðja undir alla þessa kröfuhópa í þjóðfélaginu. Borgarstjórans fyrrverandi er minnst fyrir mestu bruðlframkvæmdir sem nokkru sinni hefur verið lagt í í Reykjavík: Ráðhúsið og Perluna. Báðar þessar byggingar kostuðu Reykvíkinga milljarða. Og það sem meira er mörgum milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. En það gerði ekkert til á þeim tíma, þetta var nefnilega í fyrsta sinn sem svona byggingar voru reistar í Reykjavík, og þess vegna ekkert að marka fjárhagsáætlanirnar!! Þetta sagði hann sjálfur. Þið munið eftir því, er það ekki? Og svo þegar góðærið var á enda hljóp hann frá öllu saman, og lét samherja sína um að taka afleiðingunum af stórskuldugum borgarsjóði. Eftirirmenn hans voru í svo vonlaustir störðu og fjárhagur borgarinnar svo lélegur, að vinstri menn hafa ráðið borginni síðan.

Þá var okkar maður kominn í ríkisstjórn. Og þar hefur hann nú setið manna lengst í forsætinu sögðu fréttir síðasta vetur. Góðærið kom aftur og stóð lengi, en nú virðist eitthvað vera að sljákka í því, og þá er tími til að gaumgæfa fyrir hvað Davíð forsætis verði minnst eftir heilan áratug við völd. Hvað dettur ykkur í hug? Ekki er það EES-samningurinn, það var annar sem sótti það mál. Ekki er það forysta í umræðum um framtíð þjóðarinnar innan Evrópu. Ekki eru það skipulagsbreytingar í viðskiptamálum eða skattamálum. Þar hefur ekkert gerst síðan kratarnir voru í stjórn síðast. Hvað er það þá? Jú, það hafa verið slegin nokkur Íslandsmet í eyðslu. Útgjöld ríkisins hafa aldrei verið meiri og viðskiptahalli þjóðarinnar aldrei verið hærri. Þar hafa verið sett met næstum á hverju ári. Og fyrir það hljótum við að minnast Davíðs forsætis í framtíðinni. En hefur hann kannski ekki staðið sig í sínu eigin ráðuneyti? Ekki er hægt að skrifa ríkisútgjöldin á hann. Vissulega er það rétt, en sem verkstjóri í ríkisstjórn, ber hann auðvitað ábyrgðina. Og í hans eigin ráðuneyti má líka sjá ýmislegt sem minnir á gamla borgar

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli