Frétt

| 30.11.2001 | 18:43George Harrison látinn

George Harrison, fyrrverandi gítarleikari Bítlanna, er látinn að því er vinur fjölskyldu hans til langs tíma greindi fréttastofu AP frá í dag. Hann var 58 ára að aldri þegar hann lést kl. hálftíu í gærkvöldi að íslenskum tíma þar sem hann var staddur heima hjá vini sínum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hann þjáðist af krabbabeini. Mbl.is greindi frá.
Gavin De Becker, vinur fjölskyldunar, segir að eiginkona Harrisons, Olivia, og sonur hans Dhani, 24 ára, hafi verið hjá honum þegar hann lést.

Nú eru einungis tveir meðlimir Bítlanna enn á lífi, þeir Paul McCartney og Ringo Starr. John Lennon var skotinn til bana af vitskertum aðdáanda árið 1980.

Þegar Harrison greindi frá því árið 1998 að hann hefði hlotið meðferð við krabbameini í hálsi sagði hann: „Þetta minnir mann á að allt er breytingum háð." Ári seinna varð hann fyrir árás innbrotsþjófs sem stakk hann ítrekað með hnífi. Í júlí sl. gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann bað aðdáendur sína að hafa ekki áhyggjur af baráttu sinni við krabbamein en þá hafði hann gengist undir meðferð vegna heilaæxlis.

George Harrison fæddist 25. febrúar 1943 í Liverpool. Foreldrar hans hétu Harold og Louise Harrison. Hann var 13 ára þegar hann keypti sér fyrsta gítarinn sinn og komst skömmu síðar í kynni við Paul McCartney en þeir gengu í sama skóla. McCartney, sem var ári eldri, kynnti Harrison fyrir John Lennon, sem þá hafði stofnað hljómsveitina Quarry Men, og Harrison fékk að leika með henni þegar fastir félagar í hljómsveitinni mættu ekki.

„Þegar ég gekk í hljómsveitina kunni (Lennon) ekki á gítar; hann átti lítinn gítar með þremur strengjum sem leit út eins og banjó," sagði Harrison síðar. „Ég sýndi honum alla hljómana - það var í raun ég sem fékk hann til að spila á gítar. Honum var ekkert illa við að fá kennslu frá litla barninu í hópnum. Og okkur John kom vel saman frá upphafi," sagði Harrison.

Nafni hljómsveitarinnar var breytt í The Silver Beatles og síðar í The Beatles árið 1959. Ásamt Harrison, Lennon og McCartney voru Stuart Sutcliffe og Pete Best í hljómsveitinni í upphafi. Þeir Sutcliffe og Best hættu og Ringo Starr gekk í hljómsveitina 1962 og það ár kom fyrsta eiginlega bítlalagið, Love Me Do, út á plötu. Ári síðar, þegar Harrison var tvítugur, komst Please Please Me í efsta sæti breska vinsældarlistans, fyrst Bítlalaganna. Áður en Bítlarnir hættu, árið 1970, komu þeir 27 lögum í efsta sætið og voru og eru jafnvel enn vinsælasta popphljómsveit í heimi. Safnplata með vinsælustu lögum hljómsveitarinnar, 1, fór í efsta sæti í Bretlandi og Bandaríkjunum þegar hún kom út í fyrra.

Þótt Harrison hefði veruleg áhrif á tónlist Bítlanna, m.a. vegna áhuga síns á indverskri tónlist, stóð hann lengst af í skugga Lennons og McCartneys sem lagasmiður. Á síðustu plötunni sem hljómsveitin tók upp, Abbey Road, átti hann hins vegar lagið Something, sem varð eitt af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar. Á síðari árum hefur lag hans, While My Guitar Gently Weeps, sem var á Hvíta albúminu, einnig notið mikilla vinsælda.

Eftir að Bítlarnir hættu gaf Harrison út sólóplötur, þar á meðal þreföldu plötuna All Things Musts Pass, og mörg laga hans urðu vinsæl, svo sem My Sweet Lord. Hann reyndi einnig fyrir sér í framleiðslu kvikmynda og framleiddi m.a. myndina Life of Brian. Um tíma lék hann í hljómsveitinni The Traveling Wilburys ásamt Bob Dylan, Roy Orbison, Tom Petty og Jeff Lynne.

Skömmu fyrir dauða sinn gaf Harrison út nýtt lag, Horse to the Water.

Harrison kvæntist leikkonunni Patti Boyd árið 1966 en skildi við hana ári síðar. Boyd giftist síðar gítarleikaranum Eric Clapton. Harrison giftist Oliviu Arias, eftirlifandi eiginkonu sinni, árið 1978 og þau eignuðust soninn Dhani.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli