Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 12.02.2006 | 12:13Kvótakerfið ófullnægjandi og óvinsælt

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Í gær, 7. febrúar, var til umræðu á Alþingi frumvarp til laga um enn eina breytinguna á lögunum um stjórn fiskveiða. Þar er verið endanlega að taka út úr lögunum ákvæði um sóknardagakerfið sem lögfest voru fyrir réttum 7 árum. Reyndar var það vorið 2004 sem handfærabátarnir í dagakerfinu voru færðir í krókaaflamarkið og í raun tekin upp sama stjórnunin á allan flotann. Dagakerfið reyndist að mörgu leyti vel framan af, sem leið fyrir nýja aðila inn í útgerð. Stofnkostnaðurinn var viðráðanlegur. En fjöldi veiðileyfa var takmarkaður og nýir aðilar þurftu að kaupa einhvern út. Þegar á leið fór verðið á veiðleyfunum og reyndar á sóknardögunum að hækka verulega og nálgast það sem var í kvótakerfinu. Þá varð óumflýjanlegt að stjórnkerfin rynnu saman hvað varðar smábátana. En handfærakerfið skilaði samt ágætum árangri fyrir veikar byggðir, þann tíma sem það stóð.

Í umræðunni í gær velti ég því fyrir mér hvort við værum komnir á leiðarenda í löggjöfinni og hefðum búið til hið fullkomna og óumdeilda kerfi. Svarið er nei, öðru nær. Á kvótakerfinu eru miklir gallar, þeir sömu og hafa verið augljósastir frá því að framsal var heimilað árið 1990. Hvert byggðarlagið á fætur öðru lendir í þeirri ógæfu að handhafar veiðiheimildanna ákveða að selja þær, innleysa verðmætin og stinga þeim í vasann. Eftir sitja íbúarnir með sárt ennið og sjá á eftir atvinnunni sem fer með veiðiheimildunum.

Frá síðustu Alþingiskosningum hefur þetta gerst á Akranesi, á Skagaströnd og á Akureyri. Fáum datt það í hug þá að þessir staðir myndi lenda í þessari ógæfu. Það væri bara hlutskipti þorpanna á Vestfjörðum og sunnanverðu Austurlandi, en stóru staðirnir eins og Akureyri gætu ekki tapað. En þeir gerðu það samt. Lærdæmurinn á þessu kjörtímabili er að enginn er óhultur fyrir áhrifum framsalsins.

Þetta er algerlega óviðunandi og ófullnægjandi, það er ekki hægt að bjóða fólki upp á svona leikreglur um helsta atvinnu sjávarbyggðanna. Þess vegna er ekki lokið því verki að finna réttláta löggjöf. Kvótakerfinu verður að breyta og tryggja umráðarétt yfir veiðiheimildum eða verðmætunum sem í þeim felast.

Þingeyingar vilja ráða því að orkan í jörðu verði aðeins nýtt til atvinnusköpunar í sýslunni og ekki flutt burtu. Ég er eiginlega sammála þeim. Það er sanngjarnt að náttúrurauðlindin verði þeim til uppbyggingar. Sama má segja um sjávarauðlindina. Það má minna á að landnámsmaður Bolvíkinga, Þuríður sundafyllir, sem setti Kvíarmið, tók á kollótta af hverjum sem nýtti þau mið. Bolvíkingar voru sem sé frumkvöðlar í gjaldtöku fyrir auðlindanýtingu.

Þjóðin er sammála því að kvótakerfið er svo gallað að því verður að breyta. Í könnum Gallup frá september 2004 kemur fram að 64% þjóðarinnar eru óánægð með kerfið en aðeins 18% ánægðir. Ekki hafði ánægjan vaxið mikið á þeim 6 árum sem liðin voru þá frá síðustu könnum eða óánægjan minnkað.

Hvorki meira né minna en 65% vildu breyta kvótakerfinu. Þeir voru fleirir sem vildu hreinlega leggja kerfið niður en hinir sem vildu hafa það óbreytt eða 19% á móti 16%. Meirihluti stuðningsmanna allra flokkanna vilja breyta kerfinu eða leggja það niður. Það á við um 61% stuðningsmanna Framsóknarflokksins og 70% kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Með þessi skilaboð frá þjóðinni þarf ekki að deila um það að kerfinu þarf að breyta verulega. Verkinu er ekki lokið, hvað svo sem kvótagreifarnir segja.

Kristinn H. Gunnarsson - kristinn.is

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli