Frétt

mbl.is | 10.02.2006 | 13:31Ekkert vit í því að nýta ekki orkuauðlindina

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hann teldi að orkan væri olíuauðlind Íslendinga og hann teldi ekkert vit í því fyrir framtíð landsins að nýta ekki þessa auðlind. Það yrði hins vegar að gera með skynsamlegum hætti þannig að efnahagslífið bíði ekki tjón af. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hóf umræðu utan dagskrár á Alþingi um stóriðjustefnuna og afleiðingar hennar. Sagði Jón m.a., að mörgum hefði brugðið í brún þegar kynntar voru stórfelld stóriðjuáform á næstu 5-7 árum. Sagði Jón, að þeim skoðunum yxi nú ásmegin að nóg væri komið af álverum og vísaði m.a. í ummæli Ágústs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar, á nýafstöðnu viðskiptaþingi, sem sagði m.a. að útflutningsgreinar myndu ekki þola samfellt uppbyggingarskeið í stóriðju í áratug.

Halldór sagði, að of snemmt væri að segja fyrir um hvað verði úr þeim áformum sem nú hafa verið kynnt um frekari uppbyggingu stóriðju. Sagði Halldór, að ef til vill væri raunhæft að tveir af þeim þremur kostum, sem nú væru í umræðunni, gætu komið til framkvæmda fram til ársins 2015, sem þýddi 500 þúsund tonna framleiðslu af áli til viðbótar. Þá væri verið að ræða um fjárfestingu sem gæti verið 250-300 milljarðar og jafnframt sköpuðust um 2500 vel borguð varanleg störf og hagvöxtur gæti orðið um 6% á ári. Meðalfjárfesting á ári í þessum greinum gæti orðið í kringum 30 milljarðar króna. „Það eru ekki tölur sem valda neinum vandamálum í sambandi við gengi krónunnar eða verðbólgu. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig við viljum skapa störf á næstu árum og áratugum og hvort við viljum nýta þær auðlindir sem orkan er," sagði Halldór.

Hann mótmælti einnig þeim útreikningum, sem ætlað væri að sýna fram á að virkjanir væru ekki arðbærar og sagði að miðað við varfærnustu forsendur um álverð á næstu áratugum væri engin áhætta af Kárahnjúkavirkjun.

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sagði að það væri sjálfsagt mál, og stefna ríkisstjórnarinnar, að halda áfram að nýta orkuauðlindir til að bæta lífskjör, efla kaupmátt og hagvöxt. Skoða ætti af mikilli alvöru hvort hægt sé að koma þeim stóriðjuverkefnum, sem nú væri rætt um, fyrir, en þó því aðeins að hægt sé að afla orkunnar með hagkvæmum og skynsamlegum hætti, og framkvæmdirnar rúmist vel innan hagkerfisins. Geir sagðist raunar telja það vel hægt: „Í okkar stóra hagkerfi getum við vel rúmað þessar framkvæmdir án þess að öðrum sé rutt til hliðar. Það er misskilningur að þetta snúist um þessar framkvæmdir eða einhverjar aðrar," sagði Geir.

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að flokkurinn hefði lagt ríka áherslu á að vernda náttúruauðlindir. Vel mætti vera að einhver mesta arðsemi Íslendinga væri að geyma að virkja þær auðlindir sem hægt væri að virkja. Hann sagði það þó nýtt, að til séu fjárfestingar sem engin áhætta væri af.

Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að kæla niður hagkerfið. Hágengisstefnan hefði valdið mikilli kjararýrnun hjá m.a. sjómönnum og alvarlegt væri hve mörg störf hefðu tapast í sjávarútvegi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli