Frétt

Ingólfur Þorleifsson | 10.02.2006 | 11:08Hátt ber að stefna

Ingólfur Þorleifsson.
Ingólfur Þorleifsson.
Á morgun fer fram prófkjör okkar sjálfstæðisfólks hér í Ísafjarðarbæ og ég sækist eftir fimmta sætinu á okkar lista fyrir kosningarnar í vor. Sú ákvörðun byggist fyrst og fremst á áhuga mínum á að fá að taka þátt í að gera bæinn okkar betri en hann er í dag. Ég hef á þessu kjörtímabili starfað með þeim hóp sem nú er í bæjarstjórn, setið sem varamaður í nefndum á vegum bæjarins og fundi bæjarmálafélagsins okkar sem fundað hefur einu sinni í mánuði. Ég hef einnig verið í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ frá 2002.

Það sem mér sýnist helst vera að plaga sveitarfélagið okkar er að tekjur bæjarins eru að minnka í takt við lægri laun á svæðinu og færri íbúa, á meðan kröfur okkar íbúanna eru að aukast, því við viljum jú hafa öll lífsins gæði líkt og aðrir íbúar þessa lands og það er bara sjálfsagður hlutur.

Það sem að ég tel brýnasta verkefni næsta meirihluta er að setja í gang átak til að fjölga íbúum í bænum og það gerist ekki nema við fjölgum fyrirtækjum og aukum starfsúrvalið svo að fólk hafi val sem hingað vill flytja. Ég hef í starfi mínu sem verkstjóri hjá Klofningi á Suðureyri séð hvað hægt er að gera mikið úr litlu þar sem hráefni sem áður fór í gúanó verður nú að verðmætri vöru og skaffar ca 30 manns atvinnu á Suðureyri og Ísafirði.

Bæjaryfirvöld þurfa að beita sér til að fá frumkvöðla til að stofna hér fyrirtæki í auknum mæli, dæmi um ný störf sem hafa orðið til má sjá til dæmis í háskólasetri, snjóflóðasetri og Íslandsbanka en betur má ef duga skal. Ríkið þarf að sama skapi að taka þátt í þessu og flytja fleiri störf hingað vestur.

Hér er allt sem þarf til að þessi byggð geti vaxið aftur í það sem hún var, og jafnvel enn meira en það, við höfum vel mannaða leikskóla með engum biðlistum, öfluga grunnskóla og góðan framhaldskóla sem er alltaf að stækka, og síðan fyrrnefnt háskólasetur sem vonandi verður fljótt að háskóla með þeim umsvifum sem slíkri stofnun fylgir. Við sem hér búum vitum að hér er best að vera og ég efast ekki um að ef fólk fær atvinnu hér við hæfi þá kemur það vestur.

Í skóla og fjölskyldumálum myndi ég vilja sjá frítt í leikskólann fyrir fimm ára börn og meiri samvinnu milli leikskólans og grunnskólans til að aðlaga þau börn sem hefja nám að hausti. Ljúka þarf við byggingu grunnskólans hér á Ísafirði þannig að kennsla sé á einum stað.

Vinnu við frístundamiðstöð þarf að ljúka, og ef af sameiningu íþróttafélaganna í eitt stórt deildarskipt félag verður, ættu börn að geta stundað fleiri en eina íþróttagrein án aukins kostnaðar fyrir heimilið. Ef af þessari sameiningu verður þarf Ísafjarðarbær að koma myndarlega að því verkefni og helst að greiða með hverjum iðkenda því bærinn hefur stóru hlutverki að gegna í uppeldi barnanna okkar og íþróttir og heilbryggt líferni er jú besta forvörnin og skilar börnunum okkar hraustum og heilbryggðum út í lífið.

Ég hef undanfarin ár verið í stjórn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og séð hvað öflugt íþróttastarf gefur börnum og fullorðnum mikið, þess vegna er mjög mikilvægt að vel takist til því ekkert er of gott þegar börnin okkar eru annars vegar.

Nú í vetur hef ég verið ófeiminn að lýsa þeirri skoðun minni að við sjálfstæðisfólk eigum að stefna á fullum krafti á hreinan meirihluta og tel ég að við getum náð því. .Það er mikil aukning á fylgi flokksins á landsvísu og hér fyrir vestan finnur maður fyrir auknum áhuga fólks. Ég held að nú sé meiri möguleiki en áður að ná fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Með öflugum lista skipuðum öflugu fólki sem vinnur vel saman er þetta hægt og ég vildi glaður fá tækifæri til að vera á þessum lista og taka þátt í þeirri vinnu...

Ég fer í þau störf sem til þarf til að þessar skoðanir mínar verði að veruleika. Ég hef aldrei verið hræddur við að taka að mér ný verkefni og vonandi get ég unnið bænum mínum til heilla í framtíðinni. Þess vegna óska ég eftir ykkar stuðningi í prófkjörinu á morgun.

Ingólfur H. Þorleifsson. Höfundur sækist eftir fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á morgun.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli