Frétt

| 30.11.2001 | 15:25„Lögreglan stundar ekki veiðimennsku“

Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði.
Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði.
„Það er ekki rétt að lögreglan sé í neinni sérstakri veiðimennsku. Ökumenn eiga að vita að lögreglan getur verið hvar sem er og hvenær sem er. Við kveikjum ekki á bláu ljósunum eða erum að flagga okkur neitt sérstaklega þegar við erum að fylgjast með umferðinni“, sagði Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, þegar borin var undir hann gagnrýni þess efnis að lögreglumenn tíðkuðu það að sitja í ljóslausum bíl í útskotum í Vestfjarðagöngum og „veiða“ menn fyrir of hraðan akstur.
„Ökumenn vita að þeir eiga að fara eftir reglum. Hlutverk okkar er að fylgjast með því að þeir geri það. Orðin veiði eða veiðimennska eru ekki til í orðaforðanum um störf lögreglunnar. Ef einhverjir vilja samt kalla þetta veiðimennsku hjá okkur, þá verður bara að hafa það. Öll löggæsla myndi þá flokkast undir veiðimennsku. Okkur ber að sinna eftirliti og við gerum það eftir bestu vitund og samvisku. Það er okkar einlæga ósk, að ökumenn standi með okkur í því að hafa góða reglu á umferðinni. Svo einkennilegt sem einhverjum kann að virðast, þá erum við því ánægðari sem minna er að gera hjá okkur. Og það eru borgararnir líka.

Við óskum þess eindregið að ökumenn fylgi settum reglum um ökuhraða. Alveg sérstaklega er það brýnt í jarðgöngunum. Þar er leyfður 60 km hraði og menn eiga að geta miðað við að aðrir ökumenn haldi sig við þann hraða. Þeir sem aka hraðar skekkja mat þeirra sem á móti koma. Í einbreiðum hlutum ganganna veldur það því að aksturstíminn milli útskota verður styttri og þess vegna verða þar og hafa orðið umferðarslys.

Varðandi ljósleysi sem talað er um, þá eru það ekki vinnubrögð lögreglumanna að fara inn í göng og slökkva öll ljós á bílnum. Þeir leggja bílnum og slökkva ökuljósin eins og vera ber en hafa bílinn í gangi og þá loga stöðuljósin. Þetta eiga reyndar allir að gera sem leggja bílum í útskotin í göngunum til að sýna þeim sem á móti koma að þeir séu búnir að sinna skyldu sinni með því að víkja. Ég er hræddur um að það þætti undarlegt að stilla lögreglubílnum upp með fullum ökuljósum. Þá sæist líka síður en svo betur að þarna væri lögreglubíll“, segir Önundur Jónsson.

Einnig hefur verið kvartað yfir því að bílum sé lagt skipulagslaust við Menntaskólann á Ísafirði og jafnvel þannig að bílar séu lokaðir af, án þess að lögreglan skipti sér neitt af því. Um þetta segir Önundur:

„Það er ekki mál lögreglunnar hvernig bílum er lagt á einkabílastæðum. Bílastæðin við Menntaskólann á Ísafirði tilheyra skólanum og það er ekki í verkahring lögreglunnar að raða bílum þar upp eða hafa afskipti af þeim sem kunna að leggja þar á skakk og skjön. Ef einhver ætti að halda uppi aga á stæðinu, þá eru það skólayfirvöld. Um leið og stæðinu sleppir og komið er út í hina almennu umferð á Skutulsfjarðarbrautinni, þá kemur hins vegar til kasta lögreglunnar að fylgjast með og skipta sér af málum ef nauðsyn krefur.

Ísafjarðarbær hefur ákveðið í samráði við Vegagerðina að banna að leggja bílum við sjálfa Skutulsfjarðarbrautina framan við Menntaskólann og íþróttahúsið og þar eru umferðarmerki sem sýna það. Komið hefur fyrir vegna stórviðburða í íþróttahúsinu, að forsvarsmenn þess hafa leitað til okkar eftir tímabundinni undanþágu frá þessu banni. Við höfum orðið við því í samráði við Vegagerðina. Í sameiningu höfum við þá annað hvort sett upp sérstakt eftirlit eða þá að sett hefur verið einstefna á Skutulsfjarðarbraut á meðan. En ef menn leggja þarna við önnur tækifæri eins og þeim þóknast, þá höfum við beitt sektum til þess að koma á því skikki sem þar á að vera.“

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli