Frétt

| 30.11.2001 | 14:46Vest-Mennt opnar þjónustuver á Patreksfirði

Gunnhildur og Haukur Már.
Gunnhildur og Haukur Már.
Fyrirtækið Vest-Mennt ehf. á Patreksfirði, sem er í eigu hjónanna Hauks Más Sigurðarsonar og Gunnhildar Þórisdóttur, opnaði í byrjun nóvember nýja verslun í Ólafshúsi á Patreksfirði þar sem boðið er upp á allar helstu tölvu- og símavörur. Haukur Már segir að fyrirtækið Vest-Mennt sé hugsað sem eins konar þjónustuver fyrir íbúa í Vestur-Barðastrandarsýslu og markmiðið er að tryggja aðgengi að sérhæfðri þjónustu á hinum ýmsu sviðum.
Þannig annast fyrirtækið þjónustu fyrir Símann á sunnanverðum Vestfjörðum og sér um allar nýskráningar og breytingar, auk þess sem í versluninni eru til sölu allir algengustu GSM- og heimilissímar. Ennfremur sinnir fyrirtækið þjónustu fyrir Snerpu í tengslum við internetið og selur KAV-vírusvörn. Þá hefur Vest-Mennt gert samning við Bræðurna Ormsson um sölu á skrifstofuvélum og tölvum en einnig er boðið upp á sölu og þjónustu á viðskiptahugbúnaði frá dkRetis ehf. Þarna er líka bókhaldsþjónusta í samstarfi við Bókhaldþjónustu Gunnars, Síðumúla 15 í Reykjavík og umboð fyrir Vátryggingarfélag Íslands.

Fasteignasalan Hóll verður með útibú hjá Vest-Mennt og sömuleiðis kemur Lögmannsstofa Jóhanns Halldórssonar til með að vera þar með þjónustu sína einu sinni í mánuði. Þá hefur fyrirtækið hug á að fara út í námskeiðahald og stefnt er á að byrja með fyrstu námskeiðin eftir áramót. Það verða tölvunámskeið fyrir félagsmenn BSRB í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Þegar Vest-Mennt ehf var stofnað í mars á þessu ári keypti fyrirtækið allan búnað úr þrotabúi Íslenskrar miðlunar á Þingeyri og hefur síðan verið með úthringiþjónustu og símsvörun fyrir félagasamtök og fyrirtæki. Segir Haukur Már að þar séu meiri en næg verkefni fyrir hendi og sl. tvo mánuði hefur fyrirtækið ekki getað bætt við sig heldur þurft að neita verkefnum sökum þess að erfitt er að fá fleiri starfsmenn. Þá mun vera fyrirhugað að hefja svarþjónustu fyrir fyrirtæki í byrjun næsta árs en að sögn Hauks Más hafa mörg fyrirtæki séð hagræði í að hafa símþjónustu sína með þeim hætti.

Haukur segir að viðtökurnar við þjónustuverinu hafi verið mjög góðar. Rekstrarumhverfið sé reyndar ekki mjög hagstætt þar sem tiltölulega fáir búi á svæðinu en með því að fara þessa leið séu margfalt meiri möguleikar á því að reksturinn geti gengið sómasamlega. Auk þess eigi íbúarnir völ á betri og fjölbreyttari þjónustu en verið hefur.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli