Frétt

mbl.is | 10.02.2006 | 08:42Sirrý segist hafa verið samningslaus frá 1. des.

Sjónvarpskonan Sigríður Arnardóttir, Sirrý, sem í vikunni skrifaði undir samning við 365 miðla, segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóra Skjás eins, fara með rangt mál í Morgunblaðinu í gær þegar hann segir hana hafa skrifað undir nýjan samning við Skjá einn um liðna helgi. „Ég var með samning við Skjá einn sem sagt var upp 1. desember sl. og síðan þá hef ég ekki haft neinn samning, - hvorki séð né haft undir höndum," sagði Sirrý í samtali við Morgunblaðið. Sirrý segir að nýr sjónvarpsþáttur, sem hún átti hugmyndina að, hafi verið í bígerð en undirbúningur hafi ekki verið kominn það langt á veg að hún hafi gert samning.

Hún segist hafa lent á milli fyrirtækja sem eru í mikilli samkeppni og harmar það. „Ég fékk svo tilboð frá 365 miðlum um að ganga til liðs við þá og það var tilboð sem ég gat ekki hafnað."

Sjónvarpsáhorfendur geta þó ekki búist við að sjá Sirrý á skjánum alveg á næstunni þar sem Skjár einn hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi Sirrýjar, sem sagt var upp 1. desember, þar sem segir að hún megi ekki starfa sem umsjónarmaður sjónvarpsþátta hjá keppinaut í sex mánuði eftir samningslok. Þrátt fyrir það horfir Sirrý björtum augum til framhaldsins. "Það er nóg af verkefnum hérna og mér mun ekki leiðast. En ég get ekki séð að það skaði Skjá einn á nokkurn hátt að ég stjórni morgunsjónvarpi, þeir eru til að mynda ekki með morgunsjónvarp."

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segist ekki geta annað en lýst furðu sinni á upphlaupi forráðamanna Skjás eins. Sú hugmynd hafi kviknað fyrir þó nokkru að bjóða Sirrý starf, sem varð úr. Hann blæs á allar sögusagnir þess efnis að 365 miðlar séu að reyna stela starfsfólki frá öðrum miðlum eins og Magnús Ragnarsson segir í samtali við Morgunblaðið í gær. „Í framhaldi af því að ég heyrði um óánægju sjónvarpsstjóra Skjás eins kynnti ég mér málið, fékk til mín Sirrý, forstöðumann NFS og lögmann fyrirtækisins og við fórum yfir þetta í heild sinni. Sirrý stendur fast við það að hún hafi ekki á nokkurn hátt verið skuldbundin væntanlegri þáttargerð Skjás eins og fullyrðingar um að hún hafi skrifað undir samning við Skjá einn, skömmu áður en við buðum henni starf, eru því augljóslega uppspuni," segir Ari og bætir við að Magnús hafi hins vegar tjáð sér að í samningi Sirrýjar frá því í desember sé ákvæði um að hún megi ekki stjórna sjónvarpsþætti í sex mánuði. „Í framhaldi af því tjáði ég Magnúsi að 365 miðlar myndu virða þessi ákvæði og þrátt fyrir að samningurinn hafi losnað 1. desember sl. göngum við út frá því að Sirrý muni ekki geta stjórnað eða haft umsjón með sjónvarpsþætti í sýningu fyrr en eftir 1. júlí nk."

Ari segir þetta vera niðurstöðuna í málinu og býst ekki við neinum eftirmálum af því. Hann segist hins vegar vera hneykslaður á vanstilltum viðbrögðum sjónvarpsstjóra Skjás eins, og persónulegu skítkasti sem engin innstæða sé fyrir.

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli