Frétt

mbl.is | 09.02.2006 | 14:38Heilbrigðisráðherra: Læknum ber að tilkynna lögreglu um lögbrot sjúklinga

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ljóst væri að undantekningar væru á reglum um þagnarskyldu heilbrigðisstétta og í læknalögum og lögum um samráð væri beinlínis gert ráð fyrir að læknar rjúfi þagnarskyldu. Sagði Jón að lagaákvæði um þagnarskyldu lækna væru skýr og að læknum beri að tilkynna lögreglu um lögbrot þeirra, sem til þeirra leituðu. „Þurfi að áliti lögspekinga að gera lagaákvæði skýrari til að tryggja þetta þá verður það, gert," sagði Jón. Þetta kom fram í umræðu utan dagskrár um aðgerðir gegn fíkniefnaneyslu sem Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fór fram á. Margrét vísaði m.a. til upplýsinga sem komið hafa fram um að svonefnd burðardýr fíkniefna hafi leitað til lækna, til að fá aðstoð við að losna við efni sem þau eru með innvortis og ekki lægi ljóst fyrir hvort læknum beri að tilkynna slík tilvik til lögreglu. Spurði Margrét Jón hvert viðhorf hans væri til þagnarskyldu heilbrigðisstétta þegar um væri að ræða smygl á eiturlyfjum sem borin væru til landsins innvortis.

Margrét sagði ýmsar upplýsingar sýna svo ekki væri um villst að vímuefnaneysla hér á landi væri mjög mikil og færi vaxandi. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um aukið forvarnastarf og markvissari vinnu sæist ekki árangur.

Jón sagði m.a. að Lýðheilsustöð hefði gert kannanir um neyslu vímuefna í grunn- og framhaldsskólum. Fyrirtækið Rannsóknir og greining hefði gert árlega kannanir í 9. og 10. bekk grunnskóla landsins. Þessar kannanir bentu til þess að íslenskir unglingar stæðu sig vel í samanburði við unglinga í öðrum löndum. Þessar kannanir sýndu, að árið 1995 höfðu 10% nemenda í 10. bekk grunnskóla prófað hass, 17% þessara nemenda árið 1998, árið 2004 og 2005 var þetta hlutfall komið niður í 9%. Þetta finnst mér ánægjulegar niðurstöður og vil sérstaklega hrósa ungmennum þessa lands. Ég vil meina að þetta sé fyrst og fremst þeirra árangur en vonandi hafa þær aðferðir sem stjórnvöld hafa beitt skilað einhverju," sagði Jón.

Undir lok umræðunnar sagði Jón að aðgerðir væru í gangi á mörgum vígstöðvum þótt sjálfsagt sé að endurskoða aðferðir og samstarfsaðgerðir. „Hér hefur verið rætt um að þetta sé þjóðarvá. Ég er sammála því en við megum samt ekki mála ástandið með of dökkum litum. Þetta er afmarkaður hópur, sem um er að ræða, og kannanir sýna að fíkniefnaneysla hjá ungmennum er langt frá því að vera reglan. Hins vegar er hún vandi, og áfengisneysla er einnig vandi. Hvaða skilaboð sendir þingið til þjóðarinnar? Það sendir þau skilaboð, að það eigi að lækka áfengiskaupaaldurinn og færa áfengið í búðir... Þetta eru skilaboð þingsins til samfélagsins, til viðbótar við auglýsingarnar. Væri ekki rétt að þingið sendi önnur skilaboð varðandi þetta?" sagði Jón.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli