Frétt

mbl.is | 09.02.2006 | 08:50Sjónvarpsstjóri Skjás eins um ráðningu Sigríðar Arnardóttur til 365 miðla

Sjónvarpskonan Sigríður Arnardóttir skrifaði í gær undir samning við 365 miðla, en hún mun taka við umsjón morgunþáttarins Íslands í bítið. Sigríður hafði nýlega skrifað undir samning við Skjá einn, en gert var ráð fyrir að hún stjórnaði nýjum dægurmálaþætti ásamt Felix Bergssyni. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt að Guðrún Gunnarsdóttir, sjónvarps- og söngkona, hefði veri ráðin til að stjórna hinum nýja þætti ásamt Felix. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir ákvörðun Sigríðar koma sér verulega á óvart. „Sirrý kom til okkar í dag [í gær] og tilkynnti okkur að hún væri nýbúin að skrifa undir samning við NFS. Ég hváði við því ég gekk frá samningi við hana á laugardaginn,“ segir Magnús. „Það var ekkert ákvæði í samningnum sem heimilaði klukkutíma uppsagnarfrest á honum, þetta var bara venjulegur samningur,“ segir Magnús og bætir því við að undirbúningur að þættinum hafi staðið yfir í tvær vikur. „Ég gekk frá ráðningarsamningi við Felix og Sirrý um helgina og svo höfðum við starfsmannafund á mánudaginn þar sem þetta var tilkynnt. Þessi bransi er hins vegar þannig að það lekur allt á milli og klukkan fjögur þann sama dag hringdi NFS í Sirrý og gerði henni tilboð,“ segir Magnús. „Ég er mjög hissa á NFS að gera þetta og að Ari Edwald ætli að stimpla sig svona inn í stjórn 365 miðla,“ segir Magnús. „Ég hefði ekki verið hissa á forverum hans, en að Ari haldi þessu áfram er með ólíkindum,“ segir Magnús og bætir því við að svipaðir atburðir hafi átt sér stað áður. „Hálf söludeildin var tekin frá okkur síðasta sumar og Vala Matt var fengin yfir á Sirkus stuttu síðar. Það er sorglegt að þeir geti ekki þjálfað upp sitt eigið fólk heldur þurfi að ræna aðra miðla með þessum hætti,“ segir Magnús. „Ég gerði Ara Edwald tilboð nú rétt áðan [undir kvöld í gær], að Sirrý byrjaði þáttinn hjá okkur, ynni út þriggja mánaða uppsagnarfrestinn og færi svo yfir á NFS, því ég get ekkert sagt við því að hún segi upp. Þeir hins vegar höfnuðu því alfarið, sem segir kannski meira um hvort þeir séu að hugsa um hag Sirrýjar eða bara um að eyðileggja.“

„Það er algengt að við ráðum fólk og að við missum fólk. Það er ekki hægt að gera það í bága við aðrar ráðningar,“ sagði Ari Edwald, forstjóri 365 ljósvakamiðla, þegar hann var spurður um viðbrögð sín við óánægju sjónvarpsstjóra Skjás eins. „Þetta verður skoðað en mér finnst skrýtið að þessu hafi ekki verið teflt fram. Venjan er sú að starfsmaður sem ræður sig í vinnu kynni væntanlegum vinnuveitanda þá stöðu sem uppi er um sína hagi,“ sagði Ari.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli