Frétt

mbl.is | 08.02.2006 | 14:38Segir frumvarp Samfylkingarmanna setja sátt í fjölmiðlamáli í uppnám

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag að frumvarp, sem Mörður Árnason og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar, hefðu lagt fram um dreifiveitur, væri í raun hluti af tillögum sem fjölmiðlahópur allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi hefði lagt fram. Gagnrýndi Hjálmar þessi vinnubrögð en þingmenn Samfylkingarinnar sögðu ekkert óeðlilegt við að þingmenn legðu fram frumvörp. Hjálmar sagði að hann hafi ekki vitað betur en að góð þverpólitísk sátt hefði náðst um að smíða nýtt fjölmiðlafrumvarp. Nú hefði það gerst, að fulltrúar Samfylkingarinnar hefðu farið fram í eigin nafni og flutt sem frumvarp hluta af þeim tillögum, sem fjölmiðlahópur flokkanna hafði unnið.

„Þetta tel ég afskaplega einkennilegt af því að ég taldi að um pólitíska sátt væri að ræða í afar viðkvæmu máli. Í framhaldi af þessu hlýtur maður að spyrja hvort það megi eiga von á fleiri sérmálum Samfylkingarinnar út úr hinni pólitísku sátt. Maður hlýtur líka að spyrja hvort Samfylkingin hafi sagt sig úr þessari pólitísku sátt," sagði Hjálmar. Sagði hann að ef Samfylkingin hefði ekki sagt sig frá sáttinni væru vinnubrögðin afar einkennileg. „Svona gera menn ekki," sagði hann.

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að réttur þingmanna væri að semja og flytja þingmann. „Ég minnist þess nú ekki, að komið hafi verið upp til að ræða um störf þingsins til að gera athugasemdir við frumkvæði, dug og kjark þingmanna en hér eru þingmenn skammaðir fyrir það," sagði Kristján og bætti við að Samfylkingin hefði oft tekið frumkvæði í málefnum fjölmiðla.

Mörður Árnason sagðist fagna áköfum stuðningi sem þingheimur hefði sýnt við frumvarp hans og fimm annarra þingmanna Samfylkingarinnar. Mörður sagði að frumvarpið væri að sjálfsögðu flutt með tilvísun til fjölmiðlanefndarinnar en frumvarpið væri frá flutningsmanni og þeim sem fluttu það með honum. Það væri flutt vegna þess að þetta væri brýnasti þátturinn í fjölmiðlalöggjöf, sem væntanleg væri.

Þingmenn annarra flokka tóku undir gagnrýni Hjálmars. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að með þessu þingmáli væri verið að slíta sundur friðinn í fjölmiðlamálinu og um væri að ræða lýðskrum af verstu sort með því að taka bestu bitana úr fjölmiðlaskýrslunni Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að ekki væri til neins að vinna með þingmönnum Samfylkingarinnar því allt sem þeir segðu um samráði og samvinnu skipti engu máli þegar á hólminn væri komið. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, sagði að sér hefði brugðið í brún þegar hún sá frumvarpið í gær og þótt að sér vegið. Sagði hún að lögfræðingar og prófessorar við Háskóla Íslands, sem starfa með fjölmiðlahópi flokkanna, hljóti að þakka Merði fyrir að taka af sér ómakið við að orða kafla um þetta atriði í væntanlegu fjölmiðlafrumvarpi.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli