Frétt

Stakkur 6. tbl. 2006 | 08.02.2006 | 13:08Trú, skopskyn og tjáningarfrelsi

Enn á ný standa íbúar jarðar á öndinni vegna mismunandi skoðana. Ágreiningur mun fylgja fólki hér eftir sem hingað til. Vart verður litið framhjá því að trúarbrögð leika þar stórt hlutverk. Þau hafa orðið kveikjan að mörgu stríðinu og stórstyrjaldir hafa hlotist af. Oftar en ekki hefur lostið saman þeim er teljast kristnir og því fólki sem við höfum vanist að kalla múhameðstrúar, en ætti ef til vill fremur að kenna við Islam. Hinu er ekki að neita að kristnir hafa borist á banaspjót innbyrðis. Alvarlegasta dæmi þess eru átökin á Norður – Írlandi, sem lengi hafa staðið og kostað marga lífið.

Annað dæmi eru átökin á Balkanskaga. Í Serbíu áttust fylgjendur kristinnar trúar og Islam við. Enn er þeirra leitað sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðarmorði þar eystra. En höfum við lært eitthvað af sögunni? Því er vandsvarað. Við vitum að áhangendur hinna ýmsu trúarbragða eiga enn í styrjöldum og ráða víða pólitísku landslagi. Öldum saman var grunnt á því góða með Serbum og Albönum í Kosovo, allt frá því Trykir héldu þar völdum eftir sigur Ottoman veldisins árið1389.

Á Vesturlöndum er mjög lagt upp úr mannréttindum og lýðræði. Oft má reyndar skilja hina ýmsu talsmenn þessarar ágætu hugsjónar svo, að margar tegundir lýðræðis og mannréttinda séu til. Ekki verður nánar vikið að því. Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands tryggir trúfrelsi með ákvæðum sjötta kafla, sem reyndar hefst með því að ákveða að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja og sem slík njóta stuðnings og verndar ríkisins. Allir mega iðka trú sína svo fremi sú iðkun brjóti ekki gegn góðu siðferði og allsherjarreglu. Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsi verndað, en menn skulu bera ábyrgð á því sem þeir segja, skrifa eða setja fram fyrir dómi. Sérstaklega er tekið fram að tjáningarfrelsi megi ekki setja skorður.

Skopskyn manna er mismunandi, sem betur fer. Hinu er ekki að leyna að skýli menn sér bak við trúfrelsi er þeir fremja hryðjuverk er brotið gegn allsherjarreglu og góðu siðferði að mati flestra Vesturlandabúa. Deilur um birtingu skopmynda af Múhameð spámanni snúast um trú og lýsa sér í ofstæki þeirra áhangenda Islam sem taka þátt í þeim. Skiptir þá engu hvort myndirnar eru smekklegar eða lýsa skopskyni að mati allra. Leiðin sem óánægðir áttu og eiga enn í Danmörku er að sækja mál fyrir dönskum dómstólum. Sú aðferð er ekki notuð. Hvers vegna ekki? Múslimar hvetja til morða líkt og Ayatollah Kohmeini fyrrum forseti Íran gerði þegar honum líkaði ekki við bók Salman Rushdie, Söngva Satans. Drepa, brenna og eyðileggja er boðskapurinn og stjórnvöld sitja hjá með lýðurinn kveikir í. Á hverjum degi biritist teikniræman Pú og Pa í Fréttablaðinu og ekki heyrist púst frá trúarsöfnuðum á Íslandi. Er Islam hafin yfir lög og rétt Vesturlanda?

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli